GDRN frumflytur nýtt lag í hljóðveri Sýrlands: „Þarf Þig“—ný plata væntanleg

Auglýsing

Sýrland Sessions

Í sumar fengu SKE og Stúdíó Sýrland fjórar söngkonur til liðs við sig. Hver söngkona samdi eitt lag sem var síðar hljóðritað í hljóðveri Sýrlands en úr varð svo myndbandsserían Sýrland Sessions þar sem sköpunarferlið var rætt og upptaka hvers lags fest á filmu.

Í fyrsta þætti flytur söngkonan GDRN lagið Þarf Þig sem tvíeykið Ra:tio pródúseraði—Ra:tio samanstendur af þeim Bjarka Sigurðarsyni og Teiti Helga Skúlasyni—en útkoman er vægast sagt stórfengleg (sjá hér að ofan). 

Auglýsing

Þá ræðir GDRN einnig sköpunarferlið, tónlistina og sjálfið. Líkt og fram kemur í viðtalinu á lagið Þarf Þig afar áhugaverða sögu; Ra:tio smíðaði takt lagsins út frá melódíu sem yngri bróðir söngkonunnar samdi:

„Litli bróðir minn, Matthías Eyfjörð, er að smíða takta sjálfur. Hann keypti sér hátalara og allar græjur og er alltaf með þetta á blast-i þannig að maður kemst ekki hjá því að heyra þetta þegar maður gengur framhjá herberginu hans. Einn daginn var hann að spila eitthvað bít og ég stökk inn í herbergið hans og sagði: ,Þetta er flott. Má ég fá þetta!?’ Hann tók vel í það. Síðar fór ég með þetta til Bjarka og Teits, í Ra:tio tvíeykinu, og við ákváðum að vinna með þetta (…) en lagið er unnið út frá því.“

– Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannessdóttir

Að lokum má þess geta að GDRN og Ra:tio gefa út sína fyrstu plötu næstkomandi föstudag (17. ágúst). Útgáfunni verður fagnað á Prikinu allra landsmanna sama kvöld.

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram