Gísli Pálmi spilar á Hressó á laugardaginn: Solstice „Launch Party“

Auglýsing

Viðburðir

Það styttist óðum í Secret Solstice í Laugardalnum en tónlistarhátíðin hefst fimmtudaginn 15. júní og lýkur sunnudaginn 18. júní. Fram koma erlendar stórstjörnur á borð við The Foo Fighters, Prodigy, Big Sean, Rick Ross, Anderson .Paak, Young M.A., Ab Soul o.fl. ásamt glás af íslenskum listamönnum.

Í aðdraganda hátíðarinnar blása aðstandendur Secret Solstice til heljarinnar veislu á Hressó næstkomandi laugardag (3. júní). Fram koma Gísli Pálmi, Alexander Jarl, Fox Train Safari, CYBER, Seint, AFK, Ása, VAR, Egill Spegill og DJ Snorri. 

„Komið við og njótið góðra tóna á Hressó á laugardaginn: lifandi tónlist, plötusnúðar og rapparar allan liðlangan daginn í portinu fallega á Hressó. Léttar veitingar og drykkir í boði á meðan birgðir endast (ásamt nokkrum spes drykkjum á sérstöku verði.“

– Secret Solstice

Herlegheitin hefjast kl. 15:00 og lýkur partíinu kl. 23:00.

Auglýsing

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram