GKR flytur Lifa Lífinu í beinni í Kronik

Það styttist í fjórða þátt Kronik á X-inu 977, en þátturinn fer í loftið næstkomandi laugardag, 17. desember. Gestir þáttarins verða keflvíski rapparinn Kíló ásamt drengjunum úr Sturla Atlas. 

Það var mikið fjör í síðasta þætti en rapparinn GKR flutti tvö lög í beinni, sumsé Tala um og Lifa lífinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af flutningi síðastnefnda lagsins. 

Kronik er á dagskrá sérhvert laugardagskvöld á milli 17:00 og 19:00 á X-inu 977. 

Auglýsing

læk

Instagram