GKR tekur Tala um í beinni í Kronik

[the_ad_group id="3076"]

GKR var gestur Benna B-Ruff og Robba Kronik í þriðja þætti Kronik á X-inu 977 síðastliðið laugardagskvöld (10. desember). GKR flutti tvö lög í þættinum, Tala um (sjá myndband hér fyrir ofan) og Lifa Lífinu, ásamt því að spjalla stuttlega við Kronik um nýju plötuna, markaðssetningu og fleira. Aðspurður hvers vegna hann hafði gefið út nýju plötuna í sérstökum morgunkornsumbúðum lét hann eftirfarandi ummæli falla:

„Núna ef einhver ætlar að vera sniðugur eins og Erpur: ,Hvað varstu að fá þér í morgunmant, karlinn minn?’ Þá segi ég bara ,plötuna mína!’ Og þá þegja allir.“

– GKR

Fleiri góðir gestir kíktu í heimsókn í Kronik á laugardaginn, þar á meðal þrír meðlimir Rottweiler gengisins, þeir Erpur, Bent og Lúlli, ásamt Young Nazareth, DJ Moonshine og Dóra DNA, en sá síðastnefndi rifjaði upp gamla takta og flutti óskrifaða rímu („freestyle“) í beinni. SKE var að sjálfsögðu í hjóðverinu og tók þetta allt saman upp. Fleiri myndbönd detta inn í vikunni.

Auglýsing

læk

Instagram