Auglýsing

Háskólanemendur í Texas mega nú ganga með byssur í skólanum

Ný lög tóku gildi í Texas á mánudaginn þar sumum háskólanemendum er heimilt að ganga með byssur í skólanum. Stuðningsmenn lagasetningarinnar segja að löggjöfin geti komið í veg fyrir fjöldamorð á meðan andstæðingar segja að lögin stofni lífum nemanda í hættu.

Lögin, sem bera heitið „campus carry“ (að bera skotvopn á skólavsæði), veitir nemendum sem eru með byssuleyfi og eru eldri en 21 árs að ganga með skammbyssur í kennslustofum og í skólabyggingum opinberra háskóla. Lögin gilda fyrir University of Texas skólakerfið sem er eitt stærsta skólakerfi Bandaríkjanna og samanstendur af yfir 214.000 nemendum.

Lögin tóku gildi 50 árum frá því að ein skæðasta skotárás í bandarískri háskólaösgu átti sér stað þegar nemandinn Charles Whitman myrti 16 manns úr klukkuturni í University of Texas, Austin.

Ríkisstjóri Texas og repúblikaninn Greg Abbot styður lögin og með þeim rökum að vopnaðir nemendur gætu mætt árásarmönnum fyrr en lögreglan.

„Lögin veita aðeins þeim nemendum sem hafa fengið sérstaka þjálfun leyfi til þess að ganga með skotvopn í skólanum,“ sagði Abbot.

Prófessorar í Texas hafa þrýst á þingmenn í fylkinu til þess að koma veg fyrir lögin. Prófessorarnir segja að lögin gætu verið hættuleg í ljósi ungs aldurs nemanda og eðli háskólalífsins. Forseti University of Texas samþykkti lögin með tregðu.

Lögin veita einkareknum háskólum undanþágu frá lögunum og flestir þekktustu einkareknir háskólar Texas hafa hafnað lögunum á þeim grundvelli að lögin stefna öryggi nemanda í hættu.

Átta fylki í Bandaríkjunum leyfa einstaklingum að ganga með skotvopn í opinberum háskólum.

Einn nemandi University of Texas í Austin, Courtney Dang, sagðist vera á móti lögunum:

„Það eru svo margir nemendur sem eru að glíma við stressið sem fylgir náminu. Sumir hverjir eru í miklu ójafnvægi og við vitum ekki hverjir þeirra ganga með skotvopn.“

Nánar: https://www.reuters.com/article/us-texas-guns-idUSK…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing