Auglýsing

„Herjar stríð á hendur feðraveldisins.“ – Fever Dream gefur út plötuna Nom De Guerre

Íslenskt

Ljósmynd: Yael B.C.

Síðastliðinn 1. október gaf rapparinn Fever Dream – sem heitir réttu nafni Vigdís Ósk Howser og er jafnframt fyrrverandi meðlimur Reykjavíkurdætra – út sína fyrstu plötu, Nom De Guerre, á Spotify. 

Marteinn Hjartarson (BNGRBOY) pródúseraði öll lög plötunnar, að einu lagi undanskildu (sem Krabba Mane pródúseraði), og sá Finnur Hákonarson um masteringu. Platan inniheldur sjö lög.

Nafn plötunnar, Nom De Guerre, á rætur að rekja til frönskunnar og merkir Dulnefni á íslensku (bókstaflega Stríðsnafn). 

Í samtali við SKE í vikunni sagði Vigdís Ósk að platan hafi verið í vinnslu frá byrjun árs 2017: 

„Ég tek mikinn innblástur frá vígstöðvum, djamminu, fjölskyldu og vinum. Afi minn, sem var hermaður og barðist í stríði, býr í blóði mínu og hef ég ákveðið að herja stríð á hendur feðraveldisins. Feminismi, nauðgunarmenning, blindni á samfélagið, djamm og fleira er aðal þemað á plötunni.“

– Fever Dream

Fever Dream stígur átta sinnum á svið á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni og hyggst gefa út aðra plötu næsta sumar. Einnig verður myndband við lagið Og ég Dey, undir leikstjórn Sunnu Axelsdóttur, frumsýnt næstkomandi 26. október.

Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á plötuna i heild sinni á Spotify og má þess geta að MC Blær, meðlimur Reykjavíkurdætra, rappar með Fever Dream laginu Dramatík. Einnig kemur litli bróðir Vigdísar, Tómas Geir, við sögu á plötunni en systkynin hafa samið og skrifað saman síðan þau voru börn. Ætla þau jafnframt að gera fleiri lög í framtíðinni. 

Hér er svo myndband við lagið Reyndu bara. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing