Í spilun—XXXTentacion: „Jocelyn Flores“

Í gær (18. júní) var rapparinn XXXTentacion skotinn til bana í suður-Flórída, aðeins 20 ára gamall.

Nánar: https://www.bbc.com/news/world…

XXXTentacion hét réttu nafni Jahseh Dwayne Onfroy og fæddist þann 23. janúar 1998. Ferill Onfroy byrjaði á Soundcloud og steig hann fyrst á sjónarsviðið árið 2013 með útgáfu lagsins News/Flock. Fyrsta plata rapparans, 17, kom út þann 25. ágúst 2017 en tæpu ári seinna gaf hann út plötunni ?, þann 16. mars 2018. Báðar plötunnar slógu í gegn og þá sérstaklega hin síðarnefnda sem fór rakleitt í fyrsta sæti Billboard listans yfir vinsælustu plötur Bandaríkjanna og nutu lögin Sad! og Changes mikilla vinsælda í kjölfarið.

Wikipedia: https://en.wikipedia.org/wiki/…

Til þess að minnast rapparans rýnum við hér í lagið Jocelyn Flores, en ásamt því að vera eitt af þekktari lögum XXXTentacion er það kannski einnig það lag sem er hvað mest lýsandi fyrir líf rapparans og stíl.

Lagið Jocelyn Flores pródúseraði taktsmiðurinn Potsu en takturinn inniheldur lagabút— eða í rauninni söngbút, ef svo mætti að orði komast—úr laginu i know you’re somewhere eftir Shiloh Dynasty.

Líkt og fram kemur í grein á vefsíðunni Pigeons and Planes, sem blaðamaður Jacob Moore ritar, er rödd Shiloh Dynasty ótrúleg og spilar óneitanlega stóra rullu í aðdráttarafli Jocelyn Flores. Líkt og Moore segir er rödd Shiloh samblanda af „Sampha, Tracy Chapman og Nick Drake,“ en fyrir utan fegurð raddarinnar er einnig mikil dulúð sem ríkir í kringum listamanninn/konuna Shiloh Dynasty sem spilar einnig þátt og er vert að rekja, í stuttu máli:

Shiloh Dynasty byrjaði að gefa út tónlist í byrjun desember 2014 og þá í gegnum forritið Vine. Sérhvert lag var ekki lengra en sex sekúndur og engar upplýsingar fylgdu um hvort að höfundurinn væri kona eða karlmaður—eða hvort að umræddir lagabútar væru fullmótaðir eða einfaldlega brot af lengri lögum. Í febrúar 2015 byrjaði þessi dularfulli listamaður/kona svo að birta lengri tónbrot á Instagram-síðu sinni en eins og áður voru engar upplýsingar um hver Shiloh væri. Engu að síður nýtti hver taktsmiðurinn á fætur öðrum sér lagabútanna til þess að smíða eigin takta og urðu margir hverjir mjög vinsælir í kjölfarið (meira að segja Timbaland stökk á vagninn). Shiloh hélt áfram að deila færslum á Instagram fram að september mánuði árið 2016—en svo ekki söguna meir: í kjölfarið fór sá orðrómur á kreik að Shiloh Dynasty hefði svipt sig lífi.

Nánar: https://pigeonsandplanes.com/i…

Það má segja að fyrrnefndur orðrómur sé viðeigandi í ljósi viðfangsefni lagsins Jocelyn Flores, en lagið—sem er að finna á fyrstu plötu rapparans, 17—er tileinkað vinkonu rapparans, fyrirsætunni Jocelyn Flores sem fyrirfór sér í Flórída í maí, 2017. Flores var þá stödd í heimsókn hjá XXXTentacion og var aðeins 17 ára gömul. Fegurð og angurværð raddar Shiloh Dynasty, ásamt þeim orðrómi að Shiloh Dynasty, líkt og Jocelyn Flores, hefði fyrirfarið sér, spila svo sannarlega inn í áhrifamátt lagsins (að mati undirritaðs, að minnsta kosti).

Nánar: https://pigeonsandplanes.com/i…

En það er ekki aðeins seiðandi rödd Shiloh Dynasty, sorgarsaga titilpersónunnar og viðeigandi lo-fi taktur Potsu, sem gerir lagið, heldur einnig texti og tilfinningar rapparans sjálfs. Texti lagsins er hrár, óslípaður og það sem hann kannski skortir hvað stílfræði varðar, bætir hann upp með óblandaðri tilfinningu. Textinn geymir ekki aðeins vangaveltur rapparans um líf eftir dauðann, ásamt augljósri eftirsjá hans að hafa ekki komið vinkonu sinni til bjargar, heldur einnig útmálun hans á eigin glímu við þunglyndi. Lagið, líkt og líf rapparans sjálfs, er skammært—og erfitt. XXXTentacion ólst upp í Pompano, Flórída, og segir sagan að rapparinn hafi, aðeins sex ára gamall, reynt að stinga mann sem veittist að móður hans. Sjálfur ólst undirritaður, að hluta til, upp í Flórída og þó svo að sú dvöl hafi að mestu farið fram í vernduðu umhverfi, í öruggu afgirtu hverfi, getur undirritaður vottað fyrir það vonleysi sem virðist oft og tíðum gegnsýra tilvist Flórída-búa—og hvað þá tilvistar þeirra sem fæðast vanefna og þeldökkir í fátæktarhverfum fylkisins: mannmergðin, menningarleysið, stéttaskiptingin, glæpatíðnin og tilbreytingarleysi umhverfisins (á hverju horni eru sömu skyndibita- og verslunarkeðjunar) verkar sterkt á íbúa. Flórída-búar eru sjaldnast víðförulir og fékk maður það einhvern veginn oft á tilfininnguna að innfæddir væru, upp til hópa, vanmáttugir gegn ofurefli bandaríska kerfisins: lundþungar strengjabrúður sem þraukuðu í gegnum amstur dagsins og reyndu svo, eftir bestu getu, að gleyma vonleysinu með fulltingi sjónvarps og dægurmenningar. Þó svo að XXXTentacion hafi síður en svo lifað fyrirmyndarlífi, sérstaklega hvað siðferði varðar—var hann meðal annars ákærður fyrir að beita ófrískri konu grófu ofbeldi—þá er framferði hans kannski að einhverju leyti skiljanlegt í ljósi umhverfisins, tíðarandans og skorts á tækifærum. Hér fyrir neðan er texti lagsins.

I know you’re somewhere, somewhere /
I’ve been trapped in my mind girl, just holding on /
I don’t wanna pretend there’s something, we’re nothing /
I’ve been stuck thinking ’bout her, I can’t hold back /

I’m in pain, wanna put ten shots in my brain /
I’ve been tripped by some things I can’t change /
Suicidal, same time I maintain /
Fuck this thing /
Get a phone call /
Girl that you fuck with killed herself /
How is it someone when nobody help /
And ever since then, man, I hate myself /
Wanna fucking end it /
Pessimistic /
All wanna see me with no pot to piss in /
But ni$#as been excited ’bout the grave I’m digging /
Having conversations about my haste decisions /
Fucking sickening /
At the same time, memory surfaced through the grapevine /
But my uncle playing with a slipknot /
Post traumatic stress got me fucked up /
Been fucked up since a couple months /
they had a ni$#a locked up I be feeling pain /
I be feeling pain just to hold on /
And I don’t feel the same /
I’m so numb I be feeling pain /
I be feeling pain just to hold on /
And I don’t feel the same, I’m so numb /

Hvíl í friði.

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Instagram