Í síðustu viku leit stuttmyndin Ice & Fire dagsins ljós á Vimeo. Um ræðir drónamyndband sem þeir Kristian Kettner og Bjarke Hvorslev tókup upp á sex dögum á Íslandi með DJI Phantom 4 dróna ásamt Sony a7r II myndavél. Tónlistin sem hljómar í myndbandinu er eftir Tony Anderson. Myndbandið fær sérdeilis hlýjar viðtökur í athugasemdakerfi Vimeo.
Vefsíðan fstoppers.com tók myndbandið fyrir í gær, en segja má að höfundur greinarinnar noti myndbandið til þess að rökstyðja þann mikla áhuga sem margir ljósmyndarar virðast hafa á Íslandi:
„Það er sama hvert er litið, ljósmyndarar og tökumenn eru annað hvort að tala um, skipuleggja eða gera sér í hugarlund ferð til Íslands.“
– Andrew Faulk