„Ich bin Frosty“—hollenskt grínrapp eins og það gerist best

Auglýsing

Síðastliðinn 13. september gaf hinn hollenski Teemong út myndband við lagið Frosty á Youtube (sjá hér að ofan). Teemong, sem heitir réttu nafni Timon van den Elskamp, er hvað þekktastur sem leikstjóri en hefur þó einnig samið sitthvað af lögum—flest þeirra mjög háðsk.

Nánar: https://nl.wikipedia.org/wiki/…

Lagið Frosty, sem og myndbandið, hefur vakið athygli meðal netverja og rataði til dæmis inn á vefsíðuna Reddit í vikunni. Þar veltu notendur laginu fyrir sér og ef eitthvað er að marka umræðuna á Reddit virðist sem svo að Frosty sé í senn ádeila á þýska tungu sem og rappmenningu almennt (texti lagsins er sambland af þýsku, hollensku og ensku).

Auglýsing

Nánar: https://www.reddit.com/r/liste…

Þá geymir texti lagsins ýmsar skondnar tilvísinar, þar á meðal í rapparann J. Cole og fyrrum forseta Bandaríkjanna, George W. Bush. Áhugasamir geta lesið texta lagsins með því að smella á hlekkinn hér að neðan (þökk sé notandanum MC_Kloppedie sem snaraði honum yfir á ensku)

Texti: https://www.reddit.com/r/liste…

Lagið Frosty er gefið út undir formerkjum Outerspass sem virðist vera nýtt tónlistarverkefni Teemong en lagið er einnig að finna á Spotify.

Hér fyrir neðan er svo myndband við lagið Where Will We Go sem Teemong gaf út árið 2014.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram