J. Cole með tvö ný lög (ný plata á leiðinni)

Auglýsing

Tónlist

J. Cole hefur ekki haft sig mikið í frammi árið 2016, burt séð frá nokkrum tónleikum og útgáfu plötunnar Forest Hills Drive: Live. 

Í gær, hins vegar, varð smá breyting á, en meðfram tilkynningu um útgáfu á nýrri plötu í desember sendi rapparinn einnig frá sér lögin False Prophets og everybody dies (sjá myndbönd hér fyrir neðan)Lögin munu þó ekki rata á væntanlega plötu rapparans, sem ber titilinn 4 Your Eyez Only.

Í október tilkynnti rapparinn aðdáendum sínum á Meadows tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum að þetta yrði í síðasta skipti sem hann myndi koma fram á tónleikum í langan tíma. Þó svo að hann standi við stóru orðin, verða aðdáendur hans örugglega ánægðir með þessa jólagjöf rapparans til hlustenda, 

Auglýsing

4 Your Eyez Only kemur út næstkomandi 9. desember.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram