Auglýsing

Joey Christ, Birnir og Yng Nick saman í nýju lagi: „Gucci Song (Reykjavík Remix)“

Íslenskt

Þau klæða sig upp eins og ég /
Ég er ræktandi peningatré / 
Líður stundum eins og bónda /
Því ég er að hirða þetta fé /
– Joey Christ

Þannig hljóðar brot úr texta rapparans Joey Christ í laginu Gucci Song (Reykjavík Remix) en í gær (4. október) gáfu hann, Birnir og Yng Nick (oftast þekkt sem Jóhanna Rakel úr tvíeykinu CYBER) í samstarfi við Loga Pedro út fyrrnefnt lag á Spotify (sjá hér fyrir ofan). 

Nánar: https://dopest.se/michel-dida-g…

Um ræðir endurhljóðblandaða útgáfu af samnefndu lagi eftir sænska rapparann Michel Dida.

Ofangreindir rapparar hafa verið iðnir við kolann undanfarið en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því að Joey Christ og Birnir gáfu út myndband við lagið Túristi og fyrir viku síðan gaf CYBER út myndband við lagið Psycho á sem jafnframt skartar rapparanum Countess Malaise.

Hér fyrir neðan er svo hlekkur á viðtal SKE við Loga Pedro þar sem hann minnist, meðal annars, á Gucci Song. 

Nánar: https://ske.is/grein/vid-erum-e…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing