Auglýsing

Jökull óhittinn í þýskum útvarpsþætti: „Mamma verður vonsvikin.“

Fréttir

Síðastliðinn 16. september hitaði íslenska hljómsveitin Kaleo upp fyrir Rolling Stones í borginni Spielberg í Austurríki.

Áður en sveitin steig á svið kíkti söngvari hljómsveitarinnar, Jökull Júlíusson, í viðtal á útvarpsrásinni SWR3 í borginni Baden-Baden (sjá hér fyrir ofan).  

Aðspurður hvort að hann hafi fengið að hitta meðlimi Rolling Stones (Kaleo hitaði einnig upp fyrir hljómsveitina 9. september í Hamburg) svaraði Jökull því játandi og bar hann þeim vel söguna: 

„Þetta eru fínir gaurar. Þeir hafa lifað lífinu.“

– Jökull (Kaleo)

Síðar í þættinum var Jökull beðinn um að taka þátt í sérstakri kastkeppni þar sem hann reyndi að hæfa nokkrar blikkdósir sem búið var að stafla upp á borð í hljóðverinu (ca. 04:22).

Ekki farnaðist söngvaranum vel í keppninni en eftir að fyrsta tilraun hans misheppnaðist fékk hann annan séns – en þá hæfði hann aðeins tvær dósir. Tapaði hann þar með fyrir keppinautum á borð við söngkonuna Anastaciu og tónlistarmanninum George Ezra sem áður höfðu tekið þátt. 

Í kjölfarið á þessari löku frammistöðu hugsaði söngvarinn til móður sinnar:

„Mamma keppti einu sinni í handbolta. Hún verður eflaust vonsvikin.“

– Jökull Júlíusson

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing