Áhugavert
Jurgen Klinsmann, fyrrum leikmaður þýska landsliðsins í fótbolta og núverandi þjálfari bandaríska fótboltaliðsins, var gestur Roger Bennert í hlaðvarpsþættinum Men In Blazers í gær.
Í þættinum byrjaði þáttastjórnandinn Roger Bennett, sem er Breti, á því að rifja upp árángur Íslands á EM 2016:
„Í byrjun sumars sáum við Ísland, á EM 2016, sigra England – gerðist það í raun? – svo sáum við Wales sigra Belgíu, 3-1, og komast þar með í undanúrslit. Við vorum öll slegin. Hugsaðir þú: Hvers vegna ekki Bandaríkin?“
– Roger Bennett
Jurgen Klinsmann tók undir þessi orð Bennett og sagðist óska þess að Bandaríkin hefðu slegið jafn rækilega í gegn á stórmóti sem þessu. Enn fremur bætti Klinsmann því við að sigurför Íslendinga megi líklegast rekja til sjálfsöryggi og kjark leikmannanna, í erfiðum leikjum gegn sterkum andstæðingum á borð við England.
Í þættinum rifjar Roger Bennett einnig upp dvöl sína á Íslandi fyrir Evrópumótið og vitnar í samtal sem hann átti við Gylfa Sigurðsson.
„Ég spurði Gylfa hvort að það hafi ekki komið honum á óvart að Íslendingar sigruðu Hollendinga tvívegis í undankeppninni, stuttu eftir að Hollendingarnir komust í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Gylfi leit á mig eins og að spurningin væri fráleit, Jurgen. Hann svaraði: Nei, við erum Víkingar og við erum með hugarfar Víkinganna. Í hvert skipti sem dómarinn flautar til leiks þá erum við alltaf öruggir um sigur.“
– Roger Bennett
Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér: https://soccer.nbcsports.com/2016/11/07/men-in-blaz…