today-is-a-good-day

Kaleo tekur lagið hjá James Corden: Jökull í landsliðstreyju

Hljómsveitin Kaleo var gestur sjónvarpsþáttarins the Late Late Show í gær (25. apríl) sem breski grínistinn James Corden stýrir (sjá hér fyrir ofan). Söngvari sveitarinnar, Jökull Júlíusson, var íklæddur hvítri treyju frá íslenska landsliðinu í fótbolta er hann steig á svið. Sveitin tók lagið No Good

Kaleo hefur verið á miklu flugi undanfarið og spilaði meðal annars á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl. Blaðamaður Huffington Post skrifaði grein um frammistöðu hljomsveitarinnar undir yfirskriftinni Dulin stjarna Coachella 2017: Kaleo. 

https://www.huffingtonpost.com/…

Hljómsveitin spilar næst í Hawaii þann 28. apríl en tónleikarnir eru hluti af Handprint Tour tónleikaferðalaginu. Hér fyrir neðan má svo sjá sveitina spila í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live.

Auglýsing

læk

Instagram