Kara-Lis Coverdale, Alex Somers og Oren Ambarchi endurhljóðblanda Úlf

Auglýsing

Fréttir

Raftónlistarmaðurinn og tónskáldið Úlfur Hansson fylgir eftir plötunni Arborescence (nóv 2017) með endurhljóðblandaðri útgáfu af plötunni („remix EP“) að nafni Arborescence {remixes}. Þar endurvinna þrír af áhugaverðustu tónlistamönnum samtímans uppáhalds lög sín af plötu Úlfs.

EP platan inniheldur þrjú lög og verður fáanleg stafrænt frá og með 20. júlí. Þó má hlýða á fyrsta lagið strax, en það er Kara-Lis Coverdale sem sá um endurgerð þess. Hún hefur gert það gott með tilraunakenndri tónlist sinni undanfarið og hlaut til dæmis mikið lof fyrir plötuna Grafts sem kom út í fyrra, sem endaði á þó nokkrum árslistum. Fyrir Arborescence {remixes} endurvann hún lag Úlfs “Serpentine” og notaðist eingöngu við strengjabúta við gerð útgáfu sinnar. Útkoman er lágstemmd, fíngerð og eilítið drungaleg. Hægt er að forpanta EP plötuna á bandcamp og þá fylgir niðurhal af laginu með, auk þess sem hin lögin tvö verða send rakleiðis í pósthólf kaupanda á útgáfudegi. 

Auglýsing

Auk Kara-Lis Coverdale eru það þeir Oren Ambarchi og Alex Somers sem hafa endurgert lög af plötunni. Þau verða aðgengileg síðar – fylgist með! Þangað til er hægt að hlýða á plötuna sem byrjaði þetta allt – Arborescence – hér

Miðlarnir Self-titled magazine og The Quietus fóru fögrum orðum um verkefnið, greinarnar má lesa hér og hér

Úlfur hefur afrekað margt á sínum ferli þótt ungur sé og má þar nefna samstarf hans með Jónsa í Sigur Rós, Kronos Quartet og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram