Katrín Tanja Davíðsdóttir sigraði Crossfit Games leikana annað árið í röð í dag. Leikarnir fóru fram í Stubhub Center í Carson, Kaliforníu dagana 19. til 24 júlí.
Með sigrinum í dag varð Katrín Tanja önnur konan í sögu Crossfit Games til þess að vinna tvo titla. Aðeins hefur Annie Mist Þórisdóttir unnið jafn oft og Katrín en Annie Mist sigraði leikanna 2011 og 2012.
Katrín var í öðru sæti fyrir greinar dagsins en fór af stað með miklum og krafti og sigraði tvær af þrem fyrstu greinunum: „handstand walk“ (handstöðugangan) og „the plow“ (plógurinn). Katrín var í 10. sæti í „suicide sprints“ og í 4. sæti í greininni „rope chipper.“
Síðasta grein Crossfit leikanna var „redemption“ en fyrir greinina var Katrín með 23 stiga forskot á Ástralann Tia-Clair Toomey. Katrín hafnaði í 12. sæti í greininni og sigraði leikana með 984 stig.
Alls sigraði Katrín Tanja þrjár af fjórtan greinum leikanna.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti og Annie Mist Þórisdóttir í 13. sæti.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá leikunum hér:
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af upphitun stelpnanna fyrir Crossfit Games 2016: