Katrín Tanja minnist ömmu sinnar í nýju myndbandi

Facebook síða CrossFit leikanna (The CrossFit Games) birti hjartnæmt myndband af Katrínu Tönju Davíðsdóttur í gær (sjá hér fyrir ofan), en eins og frægt er orðið sigraði Katrín Tanja CrossFit leikanna í annað skiptið í sumar. Í myndbandinu byrjar Katrín að ræða mikilvægi þess að gera mistök á lífsleiðinni og talar svo um samband sitt og ömmu sinnar, en hún lést í apríl á þessu ári. Katrín segir að samband þeirra hafi gefið henni dýpri tilgang í CrossFit:

„Áður fyrr var í raun enginn tilgangur í því sem ég gerði. Þetta snérist meira um þessa ástríðu sem ég hafði fyrir líkamsrækt … en núna, í fyrsta skiptið, finnst mér eins og ég hafi einhvern æðri tilgang.“

– Katrín Tanja

Myndbandið má sjá í betri gæðum á Facebook síðu CrossFit:

https://www.facebook.com/CrossFitGames/videos/1180…

Auglýsing

læk

Instagram