KEX Ferðasjóður

[the_ad_group id="3076"]

​Sjóður sem styður við bak íslensks tónlistarfólks og hljómsveita erlendis

Um þessar mundir fagnar Kex Hostel 5 ára afmæli en staðurinn hefur allt frá upphafi stutt dyggilega við íslensku tónlistarsenuna. Til þess að ítreka stuðning sinn og þakklæti til íslensks tónlistarfólks hefur KEX Hostel stofnað KEX Ferðasjóð sem mun hafa að leiðarljósi að styrkja ungt tónlistarfólk til útrásar og styðja við bakið á þeim á tónleikaferðum. Samtals er úthlutað einni milljón króna en umsóknarfrestur ár hvert er 28. febrúar og er úthlutað á afmælisdegi KEX í apríl. Gerð verður undantekning í ár og verður úthlutað í maí, skilafrestur fyrir umsóknir er þann 15. maí og tilkynnt verður um úthlutun.

Umsækjendur geta eingöngu verið tónlistarfólk eða hljómsveitir. Umsóknum skal skilað rafrænt (á PDF- eða Word-formi) til sjóðsins. Með umsóknum skulu fylgja ferilskrár helstu þátttakenda verkefnisins og vísun í tónlistariðkun þeirra (t.a.m. rafræn tóndæmi (mp3), vefsíður (Soundcloud, Bandcamp eða álíka) og/eða myndbönd (Youtube, Vimeo eða álíka)). Umsóknir skulu sendar með tölvupósti á netfangið kexferdasjodur@kexland.is.

Í fjárhagsáætlun umsóknar skal þess getið ef sótt hefur verið í aðra sjóði eða hvort það standi til og tilgreina þá sérstaklega. Sjóðurinn lítur það jákvæðum augum að verkefni hljóti einnig styrkveitingu annarstaðar frá.

[the_ad_group id="3077"]

Samtals er úthlutað einni milljón króna.

KEX Ferðasjóður lítur til eftirtalinna atriða við afgreiðslu umsókna:

  • Að umsókn verkefnisins sýni fram á að hér sé á ferð bæði metnaðarfullt og framkvæmanlegt verkefni.
  • Styrkur sjóðsins miðar að því að styðja ungt tónlistarfólk við að koma fram erlendis. Gert er sem skilyrði að styrkhafar spili á tónleikum á KEX Hostel áður en haldið er erlendis.
  • KEX Ferðasjóður hefur ekki milligöngu um samskipti eða bókanir fyrir tónlistarfólk erlendis.

Auglýsing

læk

Instagram