Klausturfokkið Fyre Festival—fyrsta stiklan úr heimildarmynd Netflix

Auglýsing

Fréttir

Orðið klausturfokk var valið nýyrði ársins 2018 af hlustendum Ríkisútvarpsins. Klausturfokk—sem spratt fram eftir að klausturupptökurnar svokallaðar voru kunngjörðar—er haft um röð atburða sem einkennist af mistökum sökum vanhæfni, ranghugmynda eða heimsku. 

Nánar: https://www.ruv.is/frett/ord-ar…

Auglýsing

Nýyrðið á því kannski ágætlega vel við um tónlistarhátíðina Fyre Festival sem rapparinn Ja Rule og athafnamaðurinn Billy McFarland „héldu“ árið 2017 á Bahamaeyjum.

Í nýlegri grein sem birtist á vefsíðu Bloomberg lýsti blaðamaðurinn  hátíðinni sem hreinni martröð fyrir gesti; sumir gestanna greiddu tæpa eina og hálfa milljón fyrir aðgangsmiða að hátíðinni—og sátu eftir með sárt ennið er aðstandendur Fyre Festival aflýstu tónleikum og aðstæður versnuðu (McFarland var dæmdur til að sæta fangelsi í allt að sex ár í fyrra). 

Nánar: https://www.bloomberg.com/news…

Í dag (11. janúar) birti Netflix fyrstu stikluna úr heimildarmyndinni Fyre Festival—Teitið sem aldrei varð (Fyre Festival: The Greatest Party That Never Happened) þar sem fyrrnefnt fíaskó er til umfjöllunar. Myndin er væntanleg næstkomandi 18. janúar. 

Eins og fram kemur í stiklunni þótti Fyre Festival svipa frekar til skáldsögunnar Höfuðpaurinn (“Lord of the Flies”), eftir William Golding, frekar en til annarra sambærilegra tónlistarhátíða (eins og t.d. Coachella).

Hér fyrir neðan er svo lagið Ain’t It Funny sem Ja Rule gaf út í samstarfi við J. Lo og Cadillac Tah. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram