today-is-a-good-day

„Kom dansandi úr móðurkviði“ – DanceCenter RVK opnar í KristalHofinu

Viðtöl

Síðastliðinn laugardag opnaði DanceCenter Reykjavík í KristalHofinu (Háteigsvegi 27-29). 

Í tilefni opnuninnar ræddi SKE við Nönnu Ósk Jónsdóttur, eiganda stöðvarinnar, og forvitnaðist nánar um málið (sjá hér fyrir ofan).

Eins og fram kom í viðtalinu býður DanceCenter Reykjavík upp á fjöldan allan af námskeiðum, t.d. Hip Hop, Capoiera, Ballett fyrir yngri og eldri, Ballett Fitness, Divu DansGleði, Zumba og margt, margt fleira. 

Einnig spurði SKE hvað dansinn hafi kenntu Nönnu Ósk um lífið:

„Hann hefur kennt mér það að lífið er ekki dans … þú þarf að geta dansað á svellinu. Samt er dansinn þannig að hann gefur mikla gleði og hann er gríðarlega góður fyrir líkama og sál. Þetta er hugleiðsla í leiðinni.“ 

– Nanna Ósk

Áhugasamir geta kynnt sér dagskrá og starfsemi DanceCenter RVK á heimasíðu miðstöðvarinnar: 

https://www.dancecenter.is/

Auglýsing

læk

Instagram