Söngkonan Lady Gaga og leikarinn Taylor Kinney hafa verið saman síðan 2011. Parið kynntist á setti tónlistarmyndbandsins You and I og trúlofuðu sig á Valentínusardaginn í fyrra.
Nú virðist sem svo að parið sé búið að slíta sambandinu en í morgun birti Lady Gaga neðangreinda mynd á Instagram síðunni sinni ásamt textanum hér fyrir neðan
– Lady Gaga
Textinn fyrir neðan myndina hljóðar eitthvað á þennan veg á íslensku:
„Ég og Taylor höfum ávallt trúað því að við séum sálufélagar. En líkt og öll pör þá koma erfiðir tímar jafnt og góðir og við höfum tekið okkur smá frí frá hvort öðru. Við erum bæði metnaðarfullir listamenn og vonumst við eftir því að viðhalda þeirri einföldu ást sem hefur alltaf ríkt á milli okkar þrátt fyrir langar vegalengdir og flóknar ferðaáætlannir. Vinsamlegast haldið með okkur. Við erum ekkert frábrugðin ykkur og við elskum hvort annað mjög mikið.“
Meira um málið er að finna á vefsíðunni Elite Daily:
https://elitedaily.com/entertainment/lady-gaga-tayl…
Hlekkur á Instagram síðu Lady Gaga: