„Lagið tileinkað flóttafólki um allan heim.“—Elín Ey og Myrra Rós gefa út nýtt lag (viðtal)

Auglýsing

Viðtöl

SKE: Í dag gáfu tónlistarkonurnar Elín Ey og Myrra Rós út lagið „Savior“ (sjá hér að neðan) en lagið sömdu þær í samstarfi við taktsmiðinn Bleache (Eyþór Inga Eyþórsson), sem er oftast kenndur við hljómsveitina Geisha Cartel. Í tilefni þess heyrði SKE í Elínu Ey og forvitnaðist um lífið og listina en líkt og fram kemur í viðtalinu verður lagið „Savior“ að finna á væntanlegum plötum söngkvennanna beggja. 

Viðtal: RTH

Viðmælandi: Elín Ey

SKE: Já, góðan daginn. Hvað segirðu þá? 

Auglýsing

Elín Ey: Bara ótrúlega gott, takk!

SKE: Þið Myrra Rós voruð að gefa út nýtt lag—til hamingju með það—er lagið hluti af nýju verkefni?

EE: Takk, lagið sömdum við saman. Við erum báðar að gefa út sólóplötur og þetta lag er sem sagt fyrsti singúll af þeim báðum.

SKE: Taktinn smíðaði Bleache úr Geisha Cartel. Hvernig kom samstarfið til? 

EE: Bleache er bróðir minn. Hann er að pródúsera plötuna mína svo að hann kom inn í þetta lag með okkur og lyfti því upp í nýjar hæðir. Bassi Ólafsson hljóðblandar svo og masterar af mikilli snilld.

SKE: Texti lagsins er áhugaverður og snertir einmitt á viðfangsefni sem hefur verið okkur mjög hugleikið undanfarið, sumsé að breyta rétt („change behavior“), að gera betur. Er einhver hegðun eða vani sem þú vildir að þú gætir breytt (þá hvað þitt eigið líf varðar)?  

EE: Ég held að ég og allir geti gert betur og að það sé eílífðar verkefni sem að heldur stöðugt áfram. 

SKE: Hvað íslenskt samfélag varðar? 

EE: Svo sannarlega er margt í íslensku samfélagi sem að mætti fara mun betur 

SKE: Hver er bjargvætturinn („the savior“), frelsarinn, sem er nefndur í laginu?  

EE: Það getur hver og einn túlkað fyrir sig. Þetta lag er þó samið og tileinkað flóttafólki um allan heim og hver bjargvættur þeirra er, er enn óskrifuð bók. 

SKE: Eitt lag sem allir verða að heyra og hvers vegna? 

EE: Í uppáhaldi hjá mér núna er Seinabo Sey, sænsk söngkona, lagið hennar I Owe You Nothing og öll platan er æði. Hún er geggjuð og ég mæli með því að allir kynni sér tónlist hennar.

SKE: Er eitthvað að frétta af Sísý Ey eða Tripólia?

EE: Nei, ekki í augnablikinu, en það mun eitthvað vera að frétta einhvern tímann, kannski bráðum.

SKE: Sú bók sem hefur haft hvað mestu áhrif á þig? 

EE: Létta leiðin til að hætta að reykja. 

SKE: Helsta prinsipp í lífinu? 

EE: Akkúrat núna er ég að reyna að vinna með Ef að þú hefur ekkert gott að segja, þá skaltu ekki segja neitt. 

SKE: Að lokum: Í gegnum tíðina hefur margt gott tónlistarfólk samið góð lög um breytingar, t.d. Bruce Hornsby, The Way It Is (sem Tupac gerði síðar að eigin lagi); Michael Jackson, Man in the Mirror; Eric Clapton, Change the World; Fleetwood Mac, Landslide; og, í ákveðnu uppáhaldi, Bone Thugs N Harmony, Change the World. Áttu þér eitthvað uppáhalds lag sem er á svipuðum nótum? 

EE: Þetta eru allt frábær lög, A Change Is Gonna Come með Sam Cooke kemur fyrst upp í hugann.

SKE: Getur tónlist breytt heiminum? 

EE: Ég veit það ekki, en hún getur sannarlega bætt heiminn. 

SKE: Eitthvað að lokum?

EE: Bara, takk fyrir þetta viðtal!

(SKE þakkar Elínu kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að hlýða á lagið „Savior“ sem Elín samdi í samstarfi við Myrru Rós og Bleache Kid. Einnig bíðum við spennt eftir væntanlegum plötum Myrru og Elínar.)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram