today-is-a-good-day

„Lame-ass taktar sem urðu smám saman betri.“—SKE spjallar við Ra:tio (ClubDub & GDRN)

Viðtöl

SKE: Í þessum rituðu orðum situr lagið „Clubbed Up“ eftir ClubDub og Ra:tio í 1. sæti Spotify yfir 50 vinsælustu lögin á Íslandi. Lagið útsetti tvíeykið Ra:tioen dúettinn pródúseraði einnig lagið Lætur mig“ sem söngkonan GDRN samdi í samstarfi við Flona. Ra:tio samanstendur af þeim Bjarka Sigurðarsyni og Teiti Helga Skúlasyni en það hefur svo sannarlega verið nóg að gera hjá tvíeykinu undanfarin misseri. Ásamt því að hafa komið fram á b5 og Secret Solstice í sumar hyggst tvíeykið einnig gefa út nýja plötu í samstarfi við GDRN næstkomandi 17. ágúst. Í því augnamiði að bregða birtu yfir þessa tvo upprennandi taktsmiði heyrði SKE í Bjarka og Teiti og spurði þá spjörunum úr.

Viðtal: RTH
Viðmælendur: Bjarki Sigurðarson / Teitur Helgi Skúlason

SKE:Já,
góðan daginn. Hvað segja Ra:tio gott?

Ra:tio: Við erum
mjög hátt uppi. Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar og það hefur verið virkilega auðmýkjandi að fylgjast með móttökunum á ClubDub x Ra:tio
plötunni ásamt viðbrögðunum við laginu Lætur mig með Guðrúnu og Flona.

SKE: Bjarki,
hvernig myndirðu lýsa Teiti—og öfugt?

Bjarki: (Haha) Teitur er bara besti vinur minn. Ég treysti honum fyrir öllu og
dýrka að gera þetta allt saman með honum. Við erum mjög
líkir í hugsun en líka góðir í að gagnrýna tónlistina okkar
til að gera hana betri. Teitur er líka einn af þessu mönnum sem ekki er hægt að líka illa við—það elska hann allir.

Teitur: Bjarki
er mesti snillingur sem ég þekki. Hann er mjög hugmyndaríkur í hljóðverinu en er líka með ákveðið business-vision sem skiptir miklu máli fyrir
þetta garage verkefni. Hann hugsar fram í tímann og heldur áfram að
toga okkur upp stigann. Það er algjör blessun að hafa byrjað að vinna með
honum fyrir rúmum tveimur árum.

SKE: Hvernig varð tvíeykið Ra:tio til og hvaða þýðingu hefur nafnið?

Ra:tio: Við erum báðir úr Vesturbænum og höfum þekkst síðan við vorum litlir snáðar. Fyrir tveimur árum hittumst við í einhverju partíi og komumst að því að okkur langaði að búa til góða tónlist. Út frá því byrjuðum við að hittast heima hjá Teiti og setja saman einhverja lame-ass takta sem urðu smám saman betri.

Ra:tio nafnið stendur fyrir þetta gullna hlutfall sem allir hlutir búa yfir: jafnvægi, ólíkar hugmyndir sem bæta hvor aðra upp. Yin-yang shit. Eins og okkar samstarf er í rauninni.

SKE: Hvaða tæki og tól styðjist þið við í tónsmíðum ykkar? (forrit, synth-ar, etc.)

Ra:tio: Erum að semja á FruityLoops og notum ýmis syntha-plug in, kannski aðallega omnisphere og serum. Svo eru trommurnar okkar bara eitthvað sem við erum búnir að sanka að okkur á þessum tveimur árum.

SKE: Hvaða taktsmiðir eru í uppáhaldi hér heima og úti?

Ra:tio: Erfitt að velja einhverja ákveðna hérna heima. Það er kannski aðallega Arnar Ingi (Young Nazareth) sem hefur verið mesta fyrirmyndin okkar. Við höfum aðeins kynnst honum síðustu vikur í tengslum við eftirvinnslu á plötunum okkar með ClubDub og GDRN og höfum lært mikið af því hvernig hann vinnur (Major s/o Arnar Ingi). Aðalinnblásturinn okkar úti er pródúsera-teymi OVO: Jordan Ullman, Nineteen85, 40 ofl. Þeir hafa bara eitthvað sound sem við tengjum við.

SKE: Árið 1977 fór gullplata út í geim með Voyager 1 geimskipinu. Lagið Johnny B. Goode eftir Chuck Berry er meðal annars að finna á plötunni. Ef þið yrðuð að velja eitt lagtil þess að senda út í geim með sambærilegu geimskipihvaða lag yrði fyrir valinu og hvers vegna?

Ra:tio: C3PO á Juice Menu plötunni á heima í geimnum. Myndum senda það heim.


SKE: Þið gáfuð nýverið út sjö-laga plötu í samstarfi við ClubDub (Aron Kristinn og Brynjar Barkarson). Hvernig kom samstarfið til?

Bjarki: Við þekktum báðir Aron úr Vesturbænum og hann er líka kærasti systur minnar. Held það hafi verið í einhverju fjölskyldumatarboði sem hann kom til mín og sagðist fíla það sem við værum að gera með Guðrúnu og saknaði þess að gera tónlist sjálfur. Við ákváðum svo að bjóða honum í hljóðverið okkar og stuttu síðar var Brynjar kominn með sína jákvæðu orku inn í verkefnið. Þannig varð Clubdub x Ra:tio samstarfið til.

SKE: Það var víst gífurlegt stuð á útgáfuteiti plötunnar, Juice Menu Vol. 1. Hvað stóð upp úr?

Ra:tio: (Báðir hlæjandi) Já, án djóks þetta teiti var fokking mental. Solstice take-over-ið hjá þeim var góð upphitun og b5 troðfylltist út úr dyrum. Fáránleg tilfinning að sjá fólk tengja við tónlistina okkar þetta kvöld. Það augnablik sem stóð upp úr var sennilega þegar Brynjar crowdsurf-aði yfir Drykk 3x—þakið sprungið.

SKE: Er ClubDub að fara troða upp á næstunni?

Ra:tio: Clubdub er enn þá mjög exclusive act: velja tónleikana sína vel þannig að í hvert skipti sem þeir mæta þá er það sérstakt. Fólk verður bara að vera á tánum og fylgjast með þeim á Instagram (Followið klubbasigur!).

SKE: Taktsmiðir og pródúsentar þurfa oft og tíðum að lifa í skugga söngvara/söngkvenna. Er þetta eitthvað sem þið hafið velt fyrir ykkur?

Ra:tio: Já, þetta er því miður staðreynd sem á við senuna í dag. Pródúsentar eru oft óþekktir miðað við þá listamenn sem þeir vinna með. Til dæmis þekkja fáir taktsmiðinn Nineteen85 hjá OVO sem átti stóran þátt í að semja Hotline Bling og One Dance fyrir Drake. Við lítum mikið upp til raftónlistartvíeykisins Majid Jordan þar sem Majid er söngvarinn en Jordan taktsmiðurinn. Á endanum snýst þetta bara um að allir fái jafnt credit fyrir jafna vinnu.

SKE: Ra:tio
hefur pródúserað mikið (eða allt?) fyrir söngkonuna GDRN (sem
er jafnframt í miklu uppáhaldi). Er meira efni á leiðinni frá
henni?

Ra:tio: Já,
við erum að fara að gefa út plötu með GDRN í ágúst þar sem
öll lögin eru pródúseruð af okkur fyrir utan eitt lag sem hún
samdi með Auðunni. Þetta er geggjað verkefni sem hefur verið í smíðum í
eitt og hálft ár ca.

SKE: Eitthvað
að lokum?

Ra:tio: Við viljum
henda shout out-i á alla sem við erum að vinna með. Þetta er það
sem gefur lífinu lit: að vinna í góðum hópi af fólki sem okkur
þykir vænt um og viljum sjá fara alla leið.

Tékkið
á okkur á spotify:
https://open.spotify.com/artis…

Og
Instagram: https://www.instagram.com/rati…

(SKE þakkar Ra:tio kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að kynna sér tónlist tvíeykisins betur. Mælum við einnig með myndbandinu við lagið „Lætur mig.“)

Auglýsing

læk

Instagram