today-is-a-good-day

Lettneskur rappari blæs nýju lífi í gamla skólann: „Boom Boom Pow“

Hann svipar helst til bandaríska leikarans Christopher Mintz-Plasse (McLovin), gengur um með gula húfa og er fremur svifaseinn í hreyfingum: baðar út höndum eins og letidýr á laugardegi. 

Fyrirsjáanlega er honum líkt saman við rapparan Eminem, en það er hvimleið samlíking. 

Við vitum, í raun, lítið um þennan mann, annað en það að hann gengur undir nafninu March og gaf út myndband við lagið Boom Boom Pow í byrjun október (sjá hér að ofan). Samkvæmt þýðingaþjónustu Google býr hann í Lettlandi. 

Hvað sem fávísi okkar líður þá er hér á ferðinni stórgott lag sem heldur upp heiðri gamla skólans á aðdáunarverðan máta.

Auglýsing

læk

Instagram