Auglýsing

Lupe Fiasco: „Vona að Ísland bjargi mér.“

Líkt og fram kom á Twitter-síðu rapparans Lupe Fiasco í gær (25. september) þá ætlar hann að flýja forseta Bandaríkjanna með því að skella sér til Íslands.

Í laginu Running From President, sem fylgdi fyrrnefndu tísti, er að finna textabrot þar sem rapparinn reifar ástæðu ferðarinnar nánar:

White man made me /

Born cold hearted like Ice man’s baby /

„I cant lately,“ is what I chant daily /

Warm so artists hope Iceland saves me: /

Isolated, geothermal springs /

Warms the blood, Reyjavík’s the scene /

Ef eitthvað er að marka texta lagsins þá ætlar Lupe að heimsækja náttúrulaugar Íslands í því augnamiði að ylja sér um hjartarætur, sem líklegast hafa kulnað í kjölfar forsetatíðar Trump.

Vonandi þó að Lupe Fiasco hrasi ekki í Bláa lóninu eins og kollegi hans Offset úr hljómsveitinni Migos (sjá hér fyrir neðan).

Nánar: https://www.hotnewhiphop.com/l…

Migos á Íslandi: https://ske.is/grein/offset-ur-…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing