Mac DeMarco þekur Feist: “One Evening”—„Hún er drottning Kanada“

Auglýsing

„Þetta er lag eftir drottningu Kanada. Þið Bandaríkjamenn gerið ykkur örugglega ekki grein fyrir því að við eigum drottningu—en sú er raunin. Hún heitir Leslie Feist. Við elskum þig, Les.“

Þannig ávarpar kanadíski tónlistarmaðurinn Mac DeMarco áhorfendur áður en hann flytur þekju af laginu One Evening sem samlanda hans Feist samdi (sjá hér að ofan). DeMarco flutti lagið baksviðs í bandaríska spjallþættinum The Tonight Show í síðustu viku.

Nánar: https://pitchfork.com/news/watch-mac-demarco-cover-feists-one-evening/

Auglýsing

Lagið One Evening er að finna á plötunni Let It Die sem Feist gaf út árið 2004.

Næstkomandi föstudag (10. maí) gefur DeMarco út plötuna Here Comes the Cowboy. Síðast gaf hann út plötuna This Old Dog árið 2017.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram