Maya Hawke (Stranger Things) gefur út myndband við lagið “To Love a Boy”

Auglýsing

Leikkonan Maya Hawke—sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsseríunni Stranger Things, og sem er jafnframt dóttir leikaranna Ethan Hawke og Uma Thurman—deildi nýverið tónlistarmyndbandi við lagið To Love a Boy (sjá hér að ofan).

To Love a Boy er að finna á smáskífu sem Hawke gaf út fyrir stuttu, en smáskífan geymir einnig lagið Stay Open. Lögin samdi Hawke í samstarfi við Jesse Harris (sem hefur samið lög fyrir Lana Del Rey og Norah Jones, meðal annarra).

Auglýsing

Líkt og fram kom í viðtali Pitchfork við Hawke var lagið innblásið af kvikmyndinni Call Me By Your Name.

Nánar: https://pitchfork.com/news/stranger-things-maya-hawke-shares-video-for-new-song-to-love-a-boy-watch/

Hér fyrir neðan er svo viðtal við Maya Hawke og kollega hennar í sjónvarpsseríunni Stranger Things. Þess má einnig geta að Hawke lék í kvikmyndinni Once Upon a Time in Hollywood sem Quentin Tarantino leikstýrði.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram