„meðalmáltíð á Íslandi kostar 4.500 ISK.“

Vefsíðan www.boredpanda.com er ein vinsælasta afþreyingarsíða netsins. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Alexa, sem sérhæfir sig í því að greina svokallaða vefumferð (website traffic), er Bored Panda 1,009 vinsælasta vefsíða heims. Á vefsíðunni www.siteworthtraffic.com kemur fram að Bored Panda sé skoðuð u.þ.b. 30 milljón sinnum á mánuði.

Fyrir stuttu birti Bored Panda grein um Ísland undir yfirskriftinni 15 myndir frá Íslandi, en greinin hefur fengið 82 þúsund „like.“ Í greininni heldur höfundur því fram að meðalmáltíð á Íslandi kosti u.þ.b. 4.500 krónur; hugsanlega segir þetta meira til um orðspor Íslands en landið sjálft.

Í greininni stendur: „Jafnvel þó að þú búir undir steini, þá hefur þú væntanlega heyrt að Ísland er eitt fallegasta land heims. Einvörðungu 320.000 manns búa á Íslandi, en nú til dags er landið þéttskipað ferðamönnum, sem leggja leið sína til landsins hvaðanæva frá heiminum til þess að bera náttúruna augum: eldfjöll, firðir, fjöll og jöklar, allt þetta hvílir undir þaki Íslands. 

Ekki sannfærður? Skoðaðu neðangreindan lista yfir bestu myndirnar frá Íslandi, sem Bored Panda tók saman. Nýverið hafa fleiri flugfélög byrjað að fljúga til landsins og ætti því að vera auðvelt að finna ódýran miða, þ.e.a.s. ef þú gefur þér tíma til þess að leita. Aftur á móti er flugmiðinn að öllum líkindum það eina hagstæða við ferð til Íslands. Að borða, að gista, að leigja bíl – allt þetta er dýrkeypt á Íslandi, t.d. kostar meðalmáltíðin á Íslandi u.þ.b. 40 dollara. Ef þú hyggst spara þér pening er sniðugt að ferðast um vetur til, sökum þess að þá er allt talsvert ódýrara, þó svo að dagsljósið sé af skornum skammti. Það góða er, hins vegar, að þú gætir lukkast til þess að sjá norðurljósin. Ef þú ferðast til Íslands um sumarið, þá mun dagsljósið endast þér vel, þar sem það dimmir nánast aldrei. Það neikvæða er að allir helstu ferðamannastaðirnir eru troðnir af túristum. Góð leið til þess að spara pening er að gista í tjaldi eða á sófa („couchsurfing“) í stað þess á hóteli.

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að taka myndir af ótrúlegu landslagi, sem er jafnframt uppfullt af óheflaðri orku, þá er ferð til Íslands eina vitið. Engu að síður er mikilvægt að hafa það í huga að stundum er betra að leggja myndavélina til hliðar til þess að njóta útsýnisins berum augum.“

Nánar: https://www.boredpanda.com/icel…

Hér eru svo nokkrar myndir frá fyrrgreindum lista:

Auglýsing

læk

Instagram