Auglýsing

Merle Haggard er allur

Kántrísöngvarinn Merle Haggard lést í gær, 79 ára að aldri. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni Haggard var það lungnabólga sem var banamein söngvarans.

Merle Haggard var gítarleikari, fiðluleikari, lagasmiður og söngvari, en hann ákvað að leggja tónlistina fyrir sig eftir að hafa hlýtt á Johnny Cash spila í San Quenton fangelsinu í Kaliforníu, en þar var Haggard fangi.

Haggard hafði áður aflýst öllum tónleikum sínum í apríl að sökum veikinnar. Sonur Haggard, Ben, sem er spilaði jafnframt á gítar í hljómsveit föður síns, tjáði vinum og vandamönnum að faðir hans hefði spáð fyrir dauðdaganum.

„Fyrir viku síðan sagði pabbi okkur að hann mundi deyja á afmælisdegi sínum. Hann hafði rétt fyrir sér.“ Skrifaði Ben á Facebook. „Fyrir klukkutíma síðan dró hann andann í hinsta sinn.“

Haggard varð einn af áhrifaríkustu fígúrum í kántrítónlistarstefnunni og samdi hann mörg lög í hinum hefðbundna kántrí stíl, sem fjölluðu meðal annars um drykkjuskap og ástarsorg (Tonight the Bottle Let Me Down og Fightin’ Side Of Me), en hann glæddi lögin af meiri innsýni og mýkt en margur annar. Hann spilaði einnig sinn þátt í því að víkka umfang stefnunnar með þvi að fjalla um fátækt, einmanaleik og önnur félagsleg málefni (Workin’ Man Blues, If We Make It Through December).

„Aldrei kom sá tími sem ég hlustaði ekki á hann,“ sagði gítarleikari Rolling Stones, Keith Richards. „Hann samdi mörg frábær lög og lagaflutningurinn var ávallt til fyrirmyndar.“

Haggard fæddist rétt hjá Bakersfield í Kaliforníu og var æska söngvarans enginn dans á rósum. Hann var vistaður í hinu alræmda San Quention fangelsi eftir að hann reyndi að brjóta sér leið inn í kaffihús (hann var of ölvaður til þess að átta sig á því að kaffihúsið var enn opið). Þegar Johnny Cash spilaði í fangelsinu 1958, var Haggard mikill aðdáandi kantrístjörnunnar Lefty Frizzell, en ákvað í kjölfarið að leggja tónlistina fyrir sig eftir að hafa fengið reynslulausn þremur árum eftir að honum var stungið inn.

„Ég hefði gerst lífstíðar glæpamaður ef tónlistin hefði ekki bjargað mér,“ sagði Haggard í heimildarmynd sem PBS framleiddi. „Ég er lifandi dæmi um það að hlutirnir ganga ekki alltaf upp í Bandaríkjunum, en ég er einnig lifandi dæmi um það að hlutirnar ganga stundum upp í Bandaríkjunum.“

Haggard var síðar náðaður af fyrrum forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, þegar Reagan veitti Haggard sakaruppgjöf sem ríkistjóri Kaliforníu.

Merle Haggard er hvað þekkastur fyrir lagið Okie From Muskogee, sem hann samdi með trommara hljómsveitar sinnar (the Strangers) Roy Edward Burris. Lagið lýsti litlu bæjarfélagi í Ameríku sem átti litla samleið með uppreisnarandanum sem gagnsýrði sjöunda áratuginn í Bandaríkjunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing