MIMRA flytur “Mushroom Cloud” í hljóðveri SKE

Auglýsing

Líkt og fram kom á SKE.is um daginn þá gaf söngkonan MIMRA út plötuna Sinking Island á Spotify síðastliðinn 9. október en um ræðir 12 laga hljóðversplötu sem söngkonan samdi að mestu leyti á meðan hún bjó í Hollandi og Englandi. Platan var fjármögnuð í gegnum Karolina Fund. 

Í tilefni útgáfunnar kíkti MIMRA við í hljóðver SKE í síðustu viku og flutti lagið Mushroom Cloud (sjá hér fyrir ofan) en um ræðir annað myndbandið af fleiri væntanlegum í myndbandsseríunni SKE SESSIONS (viðtal við MIMRA mun rata inn á Ske.is á næstu dögum).

Þess má einnig geta að söngkonan hyggst fagna útgáfu plötunnar í Bæjarbíó næstkomandi 8. nóvember. 

Auglýsing

Nánar: https://www.tix.is/en/event/50…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram