Nas og Dave East í nýju myndbandi leikskáldsins Lin-Manuel Miranda

Sérhvern mánuð árið 2018 hyggst Lin-Manuel Miranda – höfundur hins geysivinsæla söngleiks Hamilton – gefa út nýtt efni sem tengist plötunni The Hamilton Mixtape, sem kom út fyrir rúmu ári síðan. 

Serían hefur fengið titilinn Hamildrops og vísar í slanguryrðið „drop“ sem merkir að gefa út,“ á hinu óræða tungumáli bandaríska ungdómsins.

Síðastliðinn 19. janúar birtist janúar-framlag seríunnar á Youtube en um ræðir myndband við lagið Wrote My Way Out þar sem Lin-Manuel Miranda fær rapparana Nas og Dave East til liðs við sig ásamt söngvarann Aloe Blacc sem syngur viðlagið (sjá hér fyrir ofan).

Líkt og fram kemur í viðkvæðinu fjallar lagið um mátt pennans og hlutverk pennans sem bjargvætt höfundarins:

I picked up my pen like Hamilton /
And wrote my way out of the projects /

Hamilton hefur notið gífurlegra vinsælda meðal Bandaríkjamanna en söngleikurinn hlaut á sínum tíma 11 Tony verðlaun. Á næsta ári hyggst Miranda sviðsetja verkið í Puerto Rico – en íbúar eyjunnar hafa mátt þola mikil erfiði í kjölfar fellibyljarins Maria:

„Síðast þegar ég var staddur á eyjunni, nokkrum vikum fyrir Maria, þá lofaði ég að setja söngleikinn á svið í Puerto Rico, og ekki bara það heldur einnig að endurtaka hlutverk mitt sem Alexander Hamilton. Í kjölfar hamfaranna ákváðum við að flýta sýningunni til þess að senda heiminum skilaboð: Puerto Rico mun endurheimta fyrra form, og þá sterkari en áður.“

– Lin-Manuel Miranda

Að lokum má þess geta að fyrsta framlag seríunnar Hamildrops var lagið Ben Franklin’s Song sem hljómsveitin The Decembrists útsetti. Um ræðir lag sem var samið fyrir söngleikinn en rataði þó aldrei á sviðið.

Auglýsing

læk

Instagram