today-is-a-good-day

Netflix framleiðir kvikmynd um Panama Papers

Það líður varla sá dagur sem Netflix kynnir ekki nýtt verkefni fyrir heiminum. Nú á dögunum tilkynnti streymisveitan áætlun um að framleiða kvikmynd í fullri lengd um Panama Papers skandalinn.

Í tilkynningunni kemur fram að Netflix hafi keypt réttindin að bókinni The Panama Papers: Breaking the Story of How the World’s Rich and Powerful Hide Their Money eftir þýska blaðamennina Frederik Obermaier og Bastian Obermayer, einu blaðamennina sem höfðu aðgang að uppljóstraranum á bakvið Mossack Fonseca lekann.

Eins og frægt er orðið þá vörpuðu skjölin ljós á fjölda einstaklinga sem höfðu komið fé sínu fyrir í skattaskjóli með aðstoð aflandsfélaga. Í því samhengi er oftast talað um fyrrum forsætisráðherra Íslands, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem fyrsta „fórnalamb“ lekans en hann var fyrsti stjórnmálamaðurinn til þess að segja af sér vegna málsins.

Í tilkynningunni kemur einungis fram að Netflix hafi keypt réttindin að bókinni. Ekki eru sérstakir leikarar eða leikstjórar nefndir í tilkynningunni:

„Við erum fullviss um að við eigum eftir að framleiða áhugaverða sögu sem kemur til með að hafa jafn mikil áhrif og Panama Papers lekinn sjálfur.“

– Ted Sarandos (Chief Content Officer at Netflix)

Sumir vilja meina að Netflix gæti lent í svipaðri stöðu og þegar Deep Impact og Armageddon komu út á svipuðum tíma, þar sem leikstjórinn Steven Soderbergh hefur einnig lýst yfir áhuga sínum að framleiða kvikmynd sem byggir á lekanum.

Sú spurning sem kviknar fyrst í hugum Íslendinga er sennilega þessi: Hver leikur Sigmund Davíð?

Nánar: https://www.empireonline.com/movies/news/netflix-pl…

Einnig má lesa meira um málið á Guardian: https://www.theguardian.com/film/2016/jul/26/netfl…

Auglýsing

læk

Instagram