„Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar.“—SKE ræðir við Anton Líni

Auglýsing

Viðtöl

SKE: Þann 19. nóvember árið 1995 gaumgæfði blaðamaðurinn Örlygur Sigurjónssoní grein sem birtist í Morgunblaðinumerkilegan málshátt sem er að finna í Gísla sögu Súrssonar. Er Gísli varar Véstein við úlfúð Þorkels í hans garð, svarar Vésteinn svo, að nú falli öll vötn til Dýrafjarðar: Örlögin verða ekki flúin, ritar Örlygur og þarna bregður fyrir listfengi höfundar þegar hann líkir saman framvindu mannlegs lífs og náttúru. Ár og lækir renna undan halla og enda sína ferð að lokum og því lögmáli lýtur mannskepnan einnig. Svo fer, að Vésteinn er veginn í rúmi sínu.“ Er þessi málsháttur í uppáhaldi hjá tónlistarmanninum Anton Líni, sem gaf nýverið út lagið Heltekinn á Spotify. Skiljum við dálæti Antons á málshættinum svo, að hann lúti einnig sömu lögmálum náttúrunnar, og sé því óhjákvæmilegt að hann gangi sinn veg—og semji tónlist. Í tilefni útgáfunnar hafði SKE samband við Anton og spurði hann spjörunum úr. Gjörið svo vel. 

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Anton Líni Hreiðarsson 

SKE: Já, góðan daginn. Hvað segirðu þá?

Auglýsing

Anton Líni: Heyrðu, ég segi mjög gott: sprækur eins og lækur.

SKE: Sjálfið er síbreytilegt fyrirbæri; hver ertu í dag og hver varstu áður?

AL: Ég er mjög svo fínum stað miðað við það sem ég var áður. Ég hef unnið svolítið í sjáfum mér, bæði andlega og í tónlist—og þá til þess að geta treyst aðallega á sjálfan mig.

SKE: Þú varst að gefa út lagið Heltekinn. Hvernig kom lagið til?

AL: Lagið kom til þannig að ég var búinn að vera hlusta á tónlistarmanninn The Weeknd og lagið Hetjan með Hugin. Ég var með gítarinn og var kominn með hljómagang sem ég notaði til þess að hljóðrita demó. Ég setti smá brot af því í Instastory. Í kjölfarið sendi Jóhannes Ágúst mér skilaboð og spurði hvort hann mætti ekki aðstoða mig við að pródúsera lagið. Þannig kom það til.

SKE: Grundvallast texti lagsins í raunveruleikanum—eða er þetta alfarið spuni?

AL: Textinn er blákaldur raunveruleikinn og sprettur beint frá eigin tilfinningu.

SKE: Lagið fjallar um ástina. Eitt sinn sagði ítlaska ljóðskáldið Boccaccio að flóknasta völundarhús jarðarinnar væri ástin. Hvað segir ÞÚ um ástina?

AL: Ég held að hún sé ekki svo flókin. Það sem skiptir máli er að þér líði vel og ef þér líður vel—þá ertu að gera eitthvað rétt!

SKE: Heltekinn fær okkur til að hugsa til listamanna á borð við JMSN, Justin Timberlake, The Weeknd. Er þetta tónlistarfólk sem þú tengir við—og (ef ekki, eða ef svo) hvaða tónlistarfólk hefur mótað þig sem listamann?

AL: Eins og ég segi þá var The Weeknd ofarlega í huga hjá okkur báðum, mér og Jóhannesi. The Weeknd er klárlega einn af mínum uppáhalds. Svo tengi ég einnig svolítið við Justin Timberlake: mér finnst hann geggjaður söngvari.

SKE: Okkur er reglulega hugsað til rithöfundarins Bret Easton Ellis (American Psycho) þegar við gaumgæfum list. Í hlaðvarpi hans, the Breat Easton Ellis Podcast, spyr hann gjarnan viðmælendur sínamest megnis listafólkhvort að þau skapi út frá sársauka eður ei. Spurningin felur jafnframt í sér aðra spurningu, sumsé hvort að besta listin sé afsprengi þjáningar. Hvernig horfir þessi spurning við þér?

AL: Í textagerð finnst mér best að segja það sem mér finnst, eða hvernig mér líður. Mér finnst það mikilvægt. Mér finnst eins og ef það er spuni þá tengi ég minna við það. 

SKE: Eitt lag sem allir verða að heyra—og hvers vegna?

AL: Rear View með Zayn. Þetta er bilað lag sem ég tengi mikið við—líkt og flest annað sem Zayn semur.

SKE: Sumir segja að í póstnúmeri sérhvers manns séu örlög hans falin. Felst einhver sannleikur, að þínu viti, í þessari staðhæfingu?

AL: Ég bý á Akureyri en er frá Þingeyri. Ég veit ekki hvað mér finnst um þessa staðhæfingu. Pass.

SKE: Uppáhalds tilvitnun? 

AL: Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar.

SKE: Hvernig lítur árið 2019 út fyrir þér?

AL: Mjög, mjög spenntur og fókuseraður.

SKE: Eitthvað að lokum?

AL: Takk fyrir mig og s/o á Jóhannes Ágúst.

(SKE þakkar Antoni Líni kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til að hlýða á lagið Heltekinn. Hér fyrir neðan er einnig hlekkur á ofangreinda grein í Morgunblaðinu.)

Nánar: https://www.mbl.is/greinasafn/…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram