Auglýsing

Ný plata frá Glowie: „Where I Belong“—„Samansafn ólíkra laga.“

Í dag (14. júní) gaf íslenska söngkonan Glowie—sem heitir réttu nafni Sara Pétursdóttir—út EP plötuna Where I Belong (sjá hér að neðan).

Platan geymir átta lög sem voru öll samin í samstarfi við mismunandi taktsmiði. Lagið I’m Good, t.d., samdi Glowie með íslenska tónlistarmanninum Arro (Pálma Ragnari Ásgeirssyni).

Glowie sendi frá sér stutta kveðju á Instagram-síðu sinni í morgun þar sem hún sagðist bíða spennt eftir viðbrögðum aðdáenda:

„Platan mín ‘Where I Belong’ kemur út í dag. Þetta er samansafn laga sem eru öll mjög ólík—en hvert lag segir þó sitt hvað um mig sem manneskju. Hvert einasta lag var skapað af mikilli ástríðu og ég get ekki beðið eftir því að heyra hvað ykkur finnst.“

– Glowie

Hér fyrir neðan geta áhugasamir lesið viðtal SKE við Glowie þar sem myndband söngkonunnar við lagið Cruel er til umræðu. Myndbandið kom út í loks mars og hefur það verið skoðað rúmlega milljón sinnum á Youtube.

Nánar: https://ske.is/grein/gret-hastofum-kvoldid-fyrir-tokur-ske-spjallar-vid-glowie-um-cruel

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing