Nýjasti meðlimur Shady Records gefur út myndband—Boogie: “Silent Ride”

Auglýsing

Fréttir

Í lok árs 2017 ritaði bandaríski rapparinn Boogie undir plötusamning hjá Shady Records. Plötufyrirtækið stofnaði annar bandarískur rappari, Eminem, árið 1999.

Á þriðjudaginn (8. janúar) tilkynnti Boogie aðdáendum sínum að platan Everything for Sale—sem er jafnframt fyrsta plata rapparins—yrði gefin út næstkomandi 25. janúar. 

Auglýsing

Nánar: https://hypebeast.com/2019/1/b…

Í aðdraganda útgáfunnar sendi Boogie frá sér myndband við lagið Silent Ride (sjá hér að ofan). Lagið verður að finna á fyrrnefndri plötu.

Í viðtali við HipHopDX síðastliðinn september ræddi Boogie viðbrögð Eminem við plötunni:

„Eminem er búinn að hlusta á plötuna og finnst mikið til hennar koma. Besta ráðið sem ég hef þegið frá honum er að hræðast þess ekki að nota rödd mína—að syngja. Hann kann að meta sönghæfileika mína. Stundum leyfi ég vinum mínum í hverfinu að sannfæra mig um að syngja ekki, en það þykir ekki voðalega hart.“

– Boogie

Hér fyrir neðan eru svo lögin Nigga Needs og Sunroof eftir Boogie. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram