today-is-a-good-day

Nýtt lag frá Elínu Ey—„Áður fyrr“

14. febrúar síðastliðinn gaf tónlistarkonan Elín Ey út lagið Áður fyrr á Spotify (sjá hér að neðan). 

Hljóðblöndun og mastering var í höndum Friðfinns Oculus Sigurðssonar. Anna Maggý sá um hönnum og myndvinnslu. 

Í samtali við SKE í síðustu viku sagði Elín að hú hefði samið lagið uppi í sveit, snemma árið 2013. Hins vegar tókst henni ekki að klára lagið þar til að hún ráðlagði sig við bróður sinn, Eyþór Ingi Eyþórsson (einnig þekktur sem Bleache úr hljómsveitinni Geisha Cartel):

„Lagið fjallar um það þegar að maður áttar sig á því að maður eigi ekki samleið með einhverjum lengur. Ég vissi fljótt að ég vildi stýra laginu í einhvers konar R&B átt en ég fann laginu ekki réttan farveg fyrr en nokkrum árum seinna þegar að ég fór með það til bróður míns Bleache, sem er stórkostlegur pródúser og tónlistarmaður. Saman útsetjum við alla þá tónlist sem er væntanleg frá mér.“

– Elín Ey

Hér er svo viðtal SKE við Elínu Ey frá því í fyrra. 

Nánar: https://ske.is/grein/lagid-tile…

Auglýsing

læk

Instagram