Nýtt lag frá Vök: „Autopilot“—umfjöllun í Noisey

Í morgun (3. ágúst) gaf íslenska hljómsveitin Vök út lagið Autopilot á Spotify (sjá hér að ofan). Autopilot er fyrsta lagið sem hljómsveitin gefur út eftir útgáfu plötunnar Figure sem kom út í fyrra. 

Nánar: https://noisey.vice.com/en_uk/…

Í samtali við blaðamanninn Ryan Bassil hjá Noisey (Vice)—í grein sem birtist á heimasíðu Noisey í morgun—sagði Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona Vök, að lagið væri á persónulegu nótunum:

„Lagið fjallar um fíkn og að vera í lífsvímu („high on life“). Þetta er fremur persónulegt lag.“

– Margrét Rán Magnúsdóttir

Líkt og fram kemur í fyrrnefndri grein mun Vök halda í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna í haust. Síðar hyggst sveitin fara til Bali þar sem meðlimir sveitarinnar ætla að vinna í tónlist fyrir næstu plötu. 

Hér fyrir neðan er svo platan Figure ásamt myndbandið við lagið Waiting. 

Auglýsing

læk

Instagram