today-is-a-good-day

Nýtt myndband frá Amabadama – 16 ára dansari í aðalhlutverki

Í hádeginu sendi hljómsveitin Amabadama frá sér myndband við lagið Gróðurhúsið á Youtube (sjá hér fyrir ofan). 

Myndbandinu leikstýrðu Steinunn Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld, söngkonur hljómsveitarinnar, en lagið pródúseraði Gnúsi Yones.

Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu myndbandsins á Facebook greinir Salka frá því að aðalhlutverk myndbandsins hafi verið í höndum hinnar 16 ára dansara Unu Barkardóttur:

„Loksins, loksins! Nýtt lag með AmabAdamA og myndband sem ég og Steinunn leikstýrðum. Við fengum hana Unu, sem er 16 ára danssnillingur, til að túlka lagið sem hún gerir svo einstaklega fallega. Textinn er eftir Steinunni og lagið er eftir Gnúsa Yones og um hljóðfæraleik sáu Björgvin Ragnar Hjálmarsson, Snorri Sigurðarson, Andreds Tosh og Gnúsi sjálfur. Takk, Birta Rán Björgvinsdóttir, Eygló Gísladóttir, Ragnhildur Guðmannsdóttir og Andri Freyr fyrir að gera myndbandið með okkur. Við erum ótrúlega glöð með útkomuna. Njótið!“

– Salka Sól Eyfeld

Tvö og hálft ár er liðið frá því að Amabadama gaf út sitt síðasta myndband en það var við lagið Óráð sem kom út sumarið 2015. Í millitíðinni hefur sveitin einnig gefið út lögin Ai Ai Ai og Sóa.

Auglýsing

læk

Instagram