Nýtt myndband frá DJ Khaled, Justin Bieber, Chance, Migos og Lil Wayne

Auglýsing

Tónlist

Síðastliðinn febrúar kom DJ Khaled almúganum á óvart með því að birta nokkrar myndir af sér á Instagram síðu sinni ásamt Justin Bieber, Lil Wayne, Chance the Rapper og Migos. Notaði hann frasann “TOP SECRET” til þess að lýsa því sem væri í gangi og ýjaði hann þar með að því að hér væri um að ræða væntanlegt lag og myndband. 

Núna á mánudaginn (24. apríl) tilkynnti hann útgáfudag myndbandsins, titil
lagsins (I’m the One) ásamt viðeigandi myndefni. Í dag (28. apríl) rataði myndbandið svo loks á Youtube (sjá hér fyrir ofan). 

Auglýsing

Lagið verður að finna á plötunni Grateful sem kemur út í ár. Platan mun skarta stórstjörnum á borð við Drake, Nicki Minaj, Jay-Z og Beyoncé. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram