Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta

Í dag sendi rapparinn Emmsjé Gauti frá sér myndband við lagið Svona er þetta (sjá hér fyrir ofan). Lagið er að finna á nýjustu plötu rapparans, 17. nóvember. Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson, kvikmyndataka var í höndum Árna Filippussonar og sá Guðlaugur Andri Eyþórsson um klippingu.

Í viðtali við Vísi í gær lét Gauti eftirfarandi ummæli falla:

„Myndbandið er jafn fullt af leik og lagið – lagið er einhvern veginn allt og ekkert, bara ég að rappa rapp og myndbandið er í raun Maggi að leika sér í kring um lagið; að leikstýra leikstjórn. Síðast þegar við Maggi unnum saman varð vídeóið Strákarnir til. Við höfum alveg haft það bak við eyrað að vinna saman aftur. Það var bara þegar þessi plata kom út og hann heyrði þetta lag ,dibsaði’ hann það og sagði ,ég vil gera vídeó við þetta.’“

– Emmsjé Gauti

Hér fyrir neðan má sjá nokkur skjáskot úr myndbandinu.

Auglýsing

læk

Instagram