Auglýsing

Nýtt myndband frá hinum óviðjafnanlega Tyler, the Creator: „EARFQUAKE“

Fréttir

17. maí síðastliðinn gaf bandaríski tónlistarmaðurinn Tyler, the Creator út plötuna Igor (sjá hér að neðan). Um ræðir fimmtu hljóðversplötu rapparans og koma fjölmargir gestir við sögu á plötunni, þar á meðal Kanye West, Pharrell, Solange, La Roux, Jack White, o.fl. Tyler, the Creator smíðaði alla takta plötunnar. 

Sama dag og platan kom út gaf rapparinn út myndband við lagið EARFQUAKE (sjá hér að ofan) sem er janframt annað lag plötunnar. Leikkonan Tracee Ellis Ross fer með aukahlutverk í myndbandinu. Athygli vekur að rapparinn Playboi Carti, sem rappar í laginu, kemur ekki við sögu í myndbandinu; þó vilja sumir meina að það sé engin tilviljun að það kvikni í settinu um leið og erindi rapparans hefst (ca. 02:55).

Nánar: https://www.thefader.com/2019/05/17/tyler-the-creator-earfquake-video-tracee-ellis-ross-igor

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing