Auglýsing

Nýtt samfélag við gömlu höfnina

Ef þú hefðir kost á því að byggja upp nýtt samfélag á agnarsmárri eyju útá ballarhafi (Rockall), hvað myndir þú taka með þér þangað? Hvað myndir þú ekki taka með þér? Hvaða nýju lifnaðarhættir myndu hugsanlega þróast með þessu nýja samfélagi? The Travelling Embassy of Rockall, eru samtök sem velta þessum hlutum fyrir sér og safna saman hugmyndum úr öllum áttum varðandi möguleika slíks samfélags. Þann 1. júlí síðastliðinn opnaði þessi hópur listamanna og hugsuða, svæði við Reykjarvíkurhöfn (milli Hotel Marina og Slippsins) sem er afmarkað eins og lítil eyja þar sem ræktað verður grænmeti og jurtir, fyrirlestrar, sýningar og smiðjur verða haldnar, svo fátt eitt sé nefnt. Eitt er víst að svæðið verður mjög lifandi og tilvalið til að heimsækja á meðan verkefninu stendur, en því lýkur þ. 30. september næstkomandi.

Hópurinn stendur einnig fyrir fjármögnun á Karolina Fund:

https://www.karolinafund.com/project/view/1429

SKE hvetur alla til þess að styðja skemmtilegt verkefni sem kemur til með að setja svip á gömlu höfnina í sumar. Hér eru svo nánari upplýsingar:

Hvar: Vesturbugt, Gamla höfnin
Hvenær: 1. júlí – 30. september
Miðaverð: Frítt
Facebook: https://www.facebook.com/events/1555814301381536/
Heimasíða: https://www.rockall.is/

Hér eru svo nokkrar myndir frá opnun Rockall í byrjun júlí

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing