Óli Stef setur sigurför íslenska landsliðsins í samhengi (myndband)

Auglýsing

Myndbönd

Nýverið kíkti fyrrum landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson í hljóðver SKE í því augnamiði að ræða sigurför íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu (sjá hér fyrir ofan) en eins og frægt er orðið tryggði Ísland sér sæti í lokakeppni HM 2018 í Rússlandi og varð þar með fámennasta þjóð heims í sögu keppninnar til að ná slíkum árangri.

Dáist Ólafur að fullkominni orkunýtingu landsliðsmannana sem honum finnst að landsmenn ættu að taka til sín:

„Það sem mér finnst svo dásamlegt hjá þeim er hversu lítill tími fer í eitthvað sem skiptir ekki máli. Það er eitthvað sem við þurfum að byrja að æfa okkur í, á öllum fótboltavöllum landsins, öllum vinnustofum landsins, öllum heimulum landsins.“

– Ólafur Stefánsson

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram