Auglýsing

Öskrið sem bergmálaði um allan heim!

Um það leyti sem íslenska landsliðið í knattspyrnu ritaði nafn sitt í sögubækurnar með ótrúlegum árangri á EM, stimplaði Gummi Ben sig inn í hjörtu erlendra fótboltaunnenda með óviðjafnanlegum fagnaðarlátum sem virðast hafa bergmálað um allan heim.

Blaðamaðurinn Roger Gonzalez hjá CBS Sports var meðal fyrstu til þess að fjalla um viðbrögð Gumma Ben, en hann birti grein á vefsíðu CBS Sports undir yfirskriftinni „LOOK, LISTEN: Iceland announcer loses his freaking mind after winning goal at Euro.“ (SJÁÐU, HLUSTAÐU: íslenskur þulur missir vitið yfir sigurmarki á EM.)

Undirtitill greinarinnar er „There are loud, crazy calls and then there is this.“ (Það eru hávær, brjálæðisleg öskur og svo er það þetta.)

Í greininni kemur fram að blað hafi verið brotið í íslenskri knattspyrnusögu þegar íslenska landsliðið komst áfram í 16 liða úrslit með sigri gegn Austurríkismönnum. Roger Gonzalez segir að mark Arnórs Ingva Traustasonar undir lok leiks hafi komið landsliðinu áfram – ásamt því að hafa „orsakað eitt villtasta, tilfinningaríkasta og brjálæðislegasta fagnaðaröskur allra tíma.“

Greininni fylgir neðangreint myndband.

Í lokin bætir Roger Gonzaelez við að hann hafi ekki hugmynd um hvað þessi maður sé að segja en að þetta er engu að síður frábært:

„Hátíðnin og styrkurinn í röddinni segir allt sem segja þarf. Þetta var einstakt augnablik. Ísland lætur heyra í sér á EM 2016. Þvílíkur tími til þess að vera á lífi!“

Greinina má lesa í heild sinni hér:

https://www.cbssports.com/soccer/news/look-listen-i…

Hér eru svo hlekkir á fleiri greinar eftir erlenda fjölmiðla um þetta öskur sem virðist hafa bergmálað um allan heim.

„Greatest goal call ever?“
https://www.lagalaxy.com/post/2016/06/22/greatest-g…

„Iceland commentator goes absolutely nuts!“
https://metro.co.uk/2016/06/22/watch-iceland-commen…

„The greatest thing you’ll ever hear!“
https://www.joe.co.uk/sport/the-icelandic-commentar…

„He calls himself Gummi Ben.“
https://www.nzherald.co.nz/sport/news/article.cfm?c…

„Icelandic announcer loses his mind.“
https://www.kansascity.com/sports/spt-columns-blogs…

„Iceland TV commentator is a worldwide hit.“
https://indianexpress.com/article/sports/football/e…

„Simply brilliant.“
https://www.telegraph.co.uk/football/2016/06/22/ice…

„Goes absolutely nuts.“
https://www.dailystar.co.uk/news/latest-news/524883…

„What pure happiness sounds like.“
https://mashable.com/2016/06/22/iceland-commentary-…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing