Port Verkefnarými

PORT#1 er opnunarsýning í nýju, óstaðbundnu en þó staðbundnu, listamannareknu galleríi við Laugaveg 23b. Þorvaldur Jónsson og Árni Már Erlingsson standa fyrir sýningu á verkum valinna listamanna. Ýmist eru þau af lager eða við það að þorna af lakki sem nýbúið er að bera á viðinn.

Körfubolti, náttúra, klassík og húmor eru á meðal þeirra viðfangsefna sem tekin eru fyrir á sýningunni. Listamennirnir sem taka þátt eru: Arna Óttarsdóttir, Árni Már Erlingsson, Dóra Hrund Gísladóttir, Guðmundur Thoroddsen, Helga Páley, Sigurður Atli Sigurðsson, Sindri Leifsson og Þorvaldur Jónsson. Finissage verður miðvikudaginn 13. Apríl.

(Mynd: Frá vinstri, Árni Már Erlingsson, Skarphéðinn Bergþóruson og Þorvaldur Jónsson)

Hvar: Port Verkefnarými, Laugavegur 23b, 101 Reykjavík
Hvenær: 26. mars – 13. apr
íl 2016

Auglýsing

læk

Instagram