today-is-a-good-day

Prodigy úr Mobb Deep látinn 42 ára að aldri

Prodigy, hinn helmingur tvíeykisins Mobb Deep, er látinn 42 ára aldri.

Kemur þetta fram í tilkynningu upplýsingaafulltrúa sveitarinnar til fjölmiðla í dag en andlát rapparans á rætur sínar að rekja til arfgengs blóðsjúkdóms (sigðkornablóðleysi) sem rapparinn hefur glímt við alla ævi:

„Það er með mikilli hryggð og vantrú að við staðfestum hér með dauða vin okkar, Albert Johnson, betur þekktur sem Prodigy úr tvíeykinu Mobb Deep. Prodigy var lagður inn á spítala eftir tónleika Mobb Deep í Las Vegas fyrir nokkrum dögum síðan. Ástæða innlagnarinnar var sjúkdómur sem hann hefur barist við alla ævi: sigðkornablóðleysi („sickle-cell anemia“). Ekki liggur nákvæm dánarorsök fyrir að svo stöddu.“

– Blaðafulltrúi Mobb Deep

Prodigy fæddist árið 1974 og stofnaði hann tvíeykið Mobb Deep með vini sínum Kejuan Muchita (betur þekktur sem Havoc) snemma á tíunda áratugnum. Gáfu þeir út sína fyrstu plötu Juvenile Hell árið 1993 og fylgdu plötunni svo eftir með þremur hljóðversplötum í viðbót fyrir lok aldarinnar. Héldu þeir félagar áfram að túra og gefa út tónlist saman á nýrri öld en síðasta plata Mobb Deep, The Infamous Mobb Deep, kom út árið 2014. Þekktasta lag sveitarinnar er án efa Shook Ones sem hljómaði meðal annars í kvikmyndinni 8 Mile. 

Nokkrir þekktir íbúar Queens hverfisins í New York hafa þegar vottað rapparanum virðingu sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Nas og yngri bróðir hans Jungle.

Nánar: https://www.spin.com/2017/06/pr…

Auglýsing

læk

Instagram