today-is-a-good-day

Rick Rubin og Malcolm Gladwell

Fréttir

Síðastliðinn 13. nóvember rataði fyrsti þáttur hlaðvarpsins Broken Record á netið (áhugasamir geta hlýtt á þáttinn með því að smella á hlekkinn hér að neðan). 

Nánar: https://player.fm/series/series-1755539

Þátturinn er í umsjá kanadíska fræðimannsins Malcolm Gladwell—sem er hvað þekktastur fyrir bækurnar Blink, Outliers og Tipping Point (Gladwell gerði hugmyndina um 10.000 klukkutíma fræga, þó að hugmyndin komi ekki frá honum sjálfum—og bandaríska pródúsentsins Rick Rubin (sem hefur samið og stýrt upptökum fyrir tónlistarfólk á borð við Johnny Cash, The Beastie Boys, Adele, Jay-Z, o.fl). 

Í fyrsta þætti seríunnar (sem ber titilinn Rick Rubin) ræðir Malcolm Gladwell við meðstjórnanda sinn Rick Rubin og spyr hann út í uppruna rapptónlistar, skógareldana í Kaliforníu (líklegt þykir að hljóðver og heimili Rubin í Malibu hafa orðið Camp eldinum að bráð) og samstarf hans og Johnny Cash; samkvæmt Gladwell á Rubin heiðurinn á því að hafa endurlífgað feril Cash á tíunda áratugnum (Rubin stýrði upptökum á plötuseríunni American Recordings sem Cash og Rubin gáfu út). 

Fagmannlega er farið með efnið í hlaðvarpinu Broken Record: Hljóð, tónlist og klipping í fremsta gæðaflokki, og svo sem ekki við öðru að búast; Malcolm Gladwell hefur stýrt hlaðvarpinu Revisionist History síðastliðin tvö ár og því enginn nýgræðingur á sviði útvarps. 

Þess má einnig geta að nýjasta þáttur Broken Record rataði á netið í gær. Viðmælandi þáttarins er enginn annar en Nile Rodgers (Le Freak, I’m Coming Out, Let’s Dance). 

Efst í greininni er svo pilot (fyrsti þáttur seríu, oft framleiddur í tilraunaskyni) þáttur Broken Record þar sem Rick Rubin spjallar við rapparann Eminem, en saman sömdu þeir lagið Walk on Water. 

Auglýsing

læk

Instagram