Auglýsing

„Rokkaði glingur og missti fingur.“

Síðastliðinn 9. september gaf rapparinn NIU út myndband við lagið Paranoid in Paradise á Youtube (sjá hér fyrir ofan). Lagið verður að finna á fjögurra laga smáskífu sem kemur út næstkomandi 17. september og ber titilinn Subtle Insanity. Í tilefni útgáfunnar hafði SKE samband við rapparann og spurði hann nánar út í tónlistina, nafnið og hvort að besta listin eigi yfirleitt rætur sínar að rekja til sársaukans.

Viðtal: RTH

Viðmælandi: Viljar Már Hafþórsson

SKE: Sælir, NIU – hvað er helst að frétta?

NIU: Sælir, hvað er að SKE? Ég er miklu glaðari þessa dagana þar sem ég loksins að fara að skila af mér margra ára vinnu. Má segja að ferillinn sé loksins að fara af stað eftir margra ára æfingu.

Hver er maðurinn og fyrir hverju gengur hann?

Maðurinn er ég, 28 ára gamall, Viljar Már Hafþórsson. Ég geng þessa leið til að finna fyrir gleði og frið því að hún er bara mjög falleg, sérstaklega með tóna í eyrum og pípu í hendi.

Hvaðan
kemur nafnið?

Níu
kom upp eftir Secret Solstice á síðasta ári: Ég missti putta við klifur en mér tókst þó að sjá M.O.P „live“ sem lagaði mikið. Þetta er líka allt mjög kaldhæðnislegt þar
sem ég geng aldrei með skartgripi en ég var sem sagt búinn að
vera með hring á þessum putta í viku þegar hann flæktist í
girðingu og mér tókst að rífa hann af – og nei, ég var ekki að
svindla mér inn (haha). Stuttu síðar skrifaði ég línuna:

Ég
rokkaði eitt sinn glingur en á því flaug fingur /
Þá
lærði ég að það er sálin sem að syngur /

Þú
gafst út myndband við lagið Paranoid in Paradise síðastliðinn
9. september. Er plata í vændum?

Já, Paranoid in Paradise er af fjögurra laga smáskífu sem ber nafnið Subtle
Instanity.
Smáskífan kemur út 17. september ásamt myndbandi við
MAN.

1.
Shock (intro)
2.
Paranoid in Paradise
3.
MAN
4.
UFO

Lögin
fara stigmagnandi svo þau eiga eftir að koma á óvart miðað við
Paranoid in Paradise.

Síðan
er ég að gefa út aðra smáskífu á íslensku sem hetir ritnarök
pt.1
þar sem ég vitna í goðsagna- og skáldskapaverur. Þar reyni
ég að blanda rappi við rokk og pönk. Á henni verða einnig fjögur lög og vonandi verður myndband við lagið CUJO tilbúið. Þetta er pt.1 því ég ætla
að gera níu lög um þetta, semsagt níu ritnarök sem er komið á góða
leið en mikið eftir.

1.
00 CUJO
2.
DRACULA
3.
HANNIBAL
4.
LUCIFER

Hver
var hugmyndin á bak við myndbandið við lagið?

Eins
og ég sagði, þá finnst mér þetta bara mjög falleg leið og ég
reiknaði út á hvaða hraða ég þyrfti að ganga til að ná
þessu rétt – og það kom bara svona frábærlega út. Það sakar
heldur ekki að vera með Þorberg Erlendsson á myndavélinni þar sem
hann tók þetta upp marfgfalt betur en ég gat ímyndað mér.

Ef
þú gætir fengið þrjá erlenda og þrjá íslenska listamenn með
þér á plötu – hverjir yrðu fyrir valinu?

Úff, þetta er mjög erfitt en persónulega þá legg ég mjög mikla
áherslu á textagerð og myndi vilja fá einhverja með svipað
hugarfar:

Íslenskir listamenn:

1. Að
sjálfsögðu brósa, Konna Conga
2. Kött
Grá Pjé
3. Geimfara
4. Vivid
brain (Hljóður í Dimmuborgum gefur mér alltaf textabóner)
5. Ella Grill

Erlendir listamenn:

1. Kendrick
Lamar
2. Childish
Gambino
3. Anderson .Paak

Lagið
fjallar um erfiðar tilfinningar en í erindi þínu segirðu: “My
expression in depression, has taught me a lesson / I can always ease
the tension with a written confession /” – eru skrif og rapp
ákveðin þerapía?

Fyrstu
átta línurnar í laginu er einfaldlega ég að vera fullkomlega hreinskilinn, svo það er akkúrat þerapían mín; ef mér líður illa þá loka ég mig vanalega af, því yfirleitt lagast þetta þegar mér tekst að
skrifa eitthvað nýtt sem ég er ánægður með.

Sprettur
besta listin út frá sársauka?

Hún
svo sannarlega gerir það, því miður; listamenn eru yfirleitt þunglyndir vælukjóar.

Í
laginu vísar þú í Tom Sawyer – ertu aðdáandi Mark Twain (við
hjá SKE erum miklir Twain menn).

Ég verð nú að viðurkenna að ég man ekki eftir að hafa
lesið neitt eftir hann. Ég les nú ekki það mikið nema ég sé
að fara skrifa um eitthvað ákveðið og ég er að leita að
einhverju til þess að vitna í. t.d. er ég núna að lesa mig til
um Jekyll and Hyde og Frankenstein þar sem það verða tvö lög af
ritnarök pt.2.

Þú
pródúseraðir lagið í samstarfi við B-LEO. Hvaða tæki (eða
forrit) notið þið við sköpunina?

Það
er ekki svo langt síðan ég byrjaði að gera takta. Ég hef
vanalega bara verið að skrifa. Ég byrjaði að fikta í Logic
fyrir tveimur til þremur árum síðan og er tiltölulega nýbúinn að læra
hvernig á láta taktana hljóma skikkanlega – og B-Leo á mikinn heiður
skilið fyrir það. Ég geri taktana mína í Logic Pro en tek upp í
Ableton. Ég sá alfarið um að gera taktinn, semja textann og
sönginn en B-LEO sá um að koma þessu öllu svona heim og saman.

Þú
gafst áður út lagið Krabbamein en þar rappar þú á
íslensku? Hvers vegna skiptirðu svo yfir á ensku?

Ég
hef alltaf verið að skrifa á ensku og íslensku, fer bara eftir
taktinum og hvernig ég tengi við hann. En Krabbamein mun nú líka
koma inn á Spotify þegar við erum búnir að „master-a lagið almennilega. Mér þykir mjög vænt um sjúkdómatextann minn, t.d.
ein lína sem komst ekki inn í lagið fer svo:

Skapa
meiri vandræði en alnæmi í samkvæmi /
Kláraði
ekki skóla samt geðveikur í sálfræði /

Ef
þú værir á hraðstefnumóti (1 mínúta) með áhrifamiklum
fulltrúa stórs bandarísks plötufyrirtækis – hvernig myndirðu
„pitch-a“ tónlistinni þinni?

Í staðinn fyrir lýsingu þá myndi ég „bust-a boombox á öxlinni með trylltum
takt og henda niður:

I
could talk about how cool I am /
I
could think that everyone is a fan /
But
I don’t have to
You
know why, man? /
Cause
I know that you know that I am the man! /

Uppáhalds
bók?

Auð,
svo ég geti skrifað meira (haha).

Eitthvað að lokum?

Subtle
Insanity
er unnin af mér, B-Leo og Trausta (Nvre$t)

Chug
chug chug ég er ofurhetjubytta /
Í hendi minni er bjór og á bakinu er skykkja /

(SKE þakkar NIU kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til að hlýða á plötuna Subtle Insanity þegar hún kemur út.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing