Rökleysa rasista afhjúpuð á einni mínútu

[the_ad_group id="3076"]

Í gær birti Occupy Democrats hópurinn ofangreint myndband á Facebook síðu sinni:

(Hér fyrir neðan má lesa þýðingu á íslensku):

„Hvers vegna hötum við?“

[the_ad_group id="3077"]

„Við hötum vegna þess að okkur hefur verið kennt að hata.

Við hötum vegna þess að við erum fávís.

Við erum afrakstur fávíss fólks sem var kennt fávísan hlut.

Sem segir að það séu fjórir eða fimm mismunandi kynþættir.

Það eru ekki fjórir eða fimm mismunandi kynþættir

Það er aðeins einn kynþáttur á yfirborði jarðar.

Og við tilheyrum öll þeim kynþætti.

Við erum manneskjur.

En við höfum aðskilið fólk í mismunandi kynþætti.

Svo að sum okkar getum upplifað sjálf okkar sem betri en aðrir.

Við trúðum því að þetta myndi ganga upp,

En þetta hefur ekki gengið upp.

Þetta hefur verið slæmt fyrir okkur öll.

En nú er tími til kominn að hætta þessari vitleysu.

Það er ekkert gen fyrir rasisma.

Það er ekkert gen fyrir fordómum.

Þú fæðist ekki fordómafull manneskja.

Þú verður að læra að verða fordómafull manneskja.

Allt það sem maður venur sig á, getur maður vanið sig af.

Það er tími til kominn að venja okkur af fordómunum.

Það er tími til kominn að hætta þessari vitleysu og það væri ráðlegt fyrir okkur að gera það sem fyrst.

Ég er kennari.

Og það er mitt starf sem kennari að frelsa fólk frá fávísi.

Fávísina sem segir að þú sért betri eða verri en einhver annar á grundvelli hörundslitar þíns.

Á grundvelli litarefna í húðinni þinni.

Hörundslitur hefur ekkert að gera með greind.

Eða með virði einstaklingsins sem manneskju.

Það er tími til kominn fyrir okkur að átta okkur á þessu.

Auglýsing

læk

Instagram