John B. Mclemore býr í Woodstock, Alabama – í bæ sem er algert skítapleis
(„shit town“) að hans mati.
Umvafinn menningarsnauðum ruddum dundar hann sér við að gera upp gamlar klukkur er hann rannsakar hlýnun jarðar, svartsýnn fyrir hönd mannkynsins.
Árið 2012 hefur þessi sami John B. Mclemore samband við hlaðvarpið This
American Life og biðlar til framleiðenda þáttarins að rannsaka meint morð: sonur ríks áhrifamanns í bænum á að hafa barið mann til dauða, án þess þó að hafa goldið fyrir glæpinn.
Ári seinna verður blaðamaðurinn Bryan Reed (This American Life) að beiðni Mclemore og vitjar hans í Woodstock en þar búa aðeins um 1.500 manns.
Strax frá fyrstu kynnum hrífst Reed að Mclemore – þessum stórgáfaða furðufugli sem lætur dæluna stöðugt ganga um hversu ömurlega það sé að búa í „Shit Town,“ Alabama.
John B. Mclemore er um fimmtugt og býr einn með móður sinni.
Reed hefst handa við rannsókn morðsins og tekur sagan fljótt óvænta beygju; úr verður hlaðvarpsserían S-Town sem er eitt vinsælasta hlaðvarpið til þessa.
S-Town út 28. mars 2017. Aðeins fjórum dögum seinna var búið að niðurhala seríunni 10 milljón sinnum. Serían telur sjö þætti og er hún einskonar samstarfsverkefni framleiðenda This American Life og Serial.
Nýverið hlustaði SKE á lokaþátt seríunnar og er yfir sig hrifið.
Hægt er að nálgast hlaðvarpið hér: https://stownpodcast.org/